Ávana- og fíkniefni

Umsögn í þingmáli 711 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 19.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 9 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 94 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Lyfjafræðinga­félag Íslands Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 15.04.2019 Gerð: Umsögn
LYFJAFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS Pharmaceutical Society of iceland Velferðarnefnd Nefndasviði Alþingis Austurstræti 8-10 101 Reykjavík Seltjarnarnesi, 15. apríl 2019. Erindi: Umsögn Lyfjafræðingafélags íslands um Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, með síðari breytingum (neyslurými). Þingskjal 1135 -7 1 1 . mál. Lyfjafræðingafélag Islands (LFI) vill gefa eftirfarandi umsögn: LFI lýsir sig fylgjandi frumvarpinu og telur þá vegferð sem farið yrði í vel þess virði að haldið sé inná þessa braut. Líta má á neyslurými sem skaðaminnkunarúrræði, bæði fyrir neytendur og eins samfélagið, e f neyslurýmin yrðu til þess að draga úr því að nálar og sprautur liggi á víðavangi og á opinberum svæðum. Ljóst er að setja verður ítarlega og vandaða reglugerð samtímis því að lögin taka gildi. Tryggja verður fjármagn til verkefnisins. LFI telur að fjármögnun neyslurýmanna megi ekki verða á kostnað annarra úrræða. í því sambandi má nefna Frú Ragnheiði og aðkomu SÁÁ að umönnun ópíóíð-fíkla. LFI vill benda á nokkur atriði, sem líklegt verður að telja að þurfi að koma fram í væntanlegri reglugerð: • Skýrt verði kveðið á um ásættanlegt magn og allar skilgreiningar á magni verði settar og að neyslurýmin verði ekki á nokkurn hátt staður fyrir „viðskipti“ með fíkniefni. • Skyldur, öryggi og ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna verði skilgreind og að þeir geti ekki bakað sér bótaskyldu eða verið sóttir til saka fyrir störf sín. • Aðkoma og/eða fjarvera löggæslu komi greinilega fram. • Kveðið verði á um almenna kynningu á neyslurýmum, staðsetningu þeirra og eðli, hverjum þau eru ætluð og hverjum ekki. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Lyfjafræðingafélags íslands, formaður Safnatröð 3 - Pósthólf 252 Sími.: 354-561 6166 Netfanq: lfi@lfi.is Kennitala 172 Seltjarnarnes Fax.: 354 561 6182 Heimasíða: http://www.lfi.is 430269-6239 mailto:lfi@lfi.is http://www.lfi.is