Ávana- og fíkniefni

Umsögn í þingmáli 711 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 19.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 12 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 94 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Valgerður Rúnarsdóttir Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 15.04.2019 Gerð: Umsögn
711. máli á 149. löggjafarþingi ávana- og fíkniefni (neyslurými) Umsögn frá Valgerði Rúnarsdóttur, sérfræðilækni í lyflækningum og fíknlækningum, framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ Stutt innlegg til efnisins. Efnið þ.m.t. skaðaminnkun, varðar sérgrein fíknlækninga og er hluti af því fagi. Ég hef ekki komið að þessu undirbúningsferli á neinn hátt og mun aðeins koma með nokkra punkta ef það kann að vera til aðstoðar. Ég er hugsi yfir nokkrum atriðum og nefni hér að neðan nokkur þeirra: 1. Mat og greining á þörfinni, hvernig það var gert og hverjir komu þar að. Það er amk mikið af upplýsingum til hjá sjúkrahúsinu Vogi um þá sem eru vikri í sprautufíkn, þeirra stöðu, félagslega og heilsufarslega. Það hefur ekki verið leitað upplýsinga eða álits hjá SÁÁ. Einnig mætti gera þar án mikillar fyrirhafnar nánari könnun á afstöðu og sýn einstaklinganna ef vilji er fyrir hendi. Hvað með afstöðu embættis landlæknis og lögreglu? 2. Ef fjöldinn er 25 manns, hvernig mætti sinna honum enn betur en hér er stungið uppá, fyrir fjármagnið sem til er ætlað, með td húsnæði allan sólarhringinn og þjónustu heim varðandi samskipti við heilbrigðiskerfið, hrein áhöld, ofl? Hafa markvissari kostir verið skoðaðir sem gæti verið enn betri hér í okkar smáa samfélagi? 3. Samanburður við útlönd, getur verið erfiður. Við búum við betri skilyrði en flestir, þeir sem eru verst settir í okkar þjóðfélagi, fá framfærslu, eru í sjúkratryggingu, eru ekki á flótta frá lögreglu eða útlendingaeftirliti, hafa aðgang að félagslegum stuðningi. Hópurinn er þekktur. Aðgengi að nálum og sprautum hefur alltaf verið gott hjá okkur í öllum apótekum, auk þess bættist við frú Ragnheiður með viðbót, það er ekki svo víða, td hefur ekki mátt kaupa slíkt í apótekum í Svíþjóð. 4 . Sagt er að þessi hópur sæki ekki í heilbrigðiskerfið, kannski á það við annars staðar, en við höfum upplýsingar sem benda til annars hér á landi. Lifrarbólgu C verkefnið TrapHepC, hefur sýnt að þessi hópur, sem nær allur sprautar(aði) í æð, notar miklu oftar heilbrigðisþjónustu en almenningur á Íslandi (María Heimisdóttir á Læknadögum 2019). Einnig eru miklu fleiri sem leita meðferðar við fíknsjúkdómi og koma einnig fyrr en annars staðar (SÁÁ). 5. Mikilvægt er að minnka ekki gæði heilbrigðisþjónustu þessa hóps. Hann á að fá áfram þjónustu á heilbrigðisstofnunum með bestu gæði og öryggi, eins og aðrir landsmenn. Kannski má markvissara koma þeim inn í heilbrigðiskerfið (heilsugæslu, landspítala, tannlækna) með akstri og aðstoð, ef tregða er þar meðal ákveðins hóps. Ég er efins um að veiting heilbrigðisþjónustunnar annars staðar sé betri þjónusta en nú er veitt. Þvert á móti held ég að hún gæti aukið á fordóma. 6. Hvernig verður passað uppá að verkefnið „vinni gegn sjálfu sér" sem hlýtur að vera markmiðið þess í eðli sínu. Það þarf að leitast við að þessi hópur verði alltaf eins lítill og mögulegt er. Þeir sem eru í virkri sprautufíkn eru í mikilli lífshættu, sem mikilvægt er að reyna að draga úr með td þessum aðgerðum. Ekki er síður mikilvægt að minnka hópinn með https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=711 því að mæta þörfum þar sem þær eru. Hindra nýliðun og að hafa tímann sem fólk þarf á þjónustunni að halda, eins stuttan og mögulegt er. 7 Skaðaminnkun mætir fólki þar sem það er. Þeir sem eru staddir í lífshættu í sprautufíkn, eiga líka eins og aðrir með fíknsjúkdóm, áhugahvöt til breytinga á lífi sínu, sem er mismikil og breytileg. Þarna er tækifæri til að koma til móts við óskir einstaklinganna í umhverfi sem þeir treysta. Þá þarf að vera val, eitthvað að bjóða þegar einstaklingur biður um aðstoð til að komast frá sprautuneyslu. Hvernig er það tryggt? Margir möguleikar eru hér, meðferð við fíknsjúkdómi og skaðaminnkun fara saman og eru ekki á öndverðum meiði. Hér má ekki missa sjónar af heildarmyndinni til að stuðla að heilbrigði hvers manns. Virðingarfyllst Valgerður Rúnarsdóttir valgerdurr@saa.is mailto:valgerdurr@saa.is