Ávana- og fíkniefni

Umsögn í þingmáli 711 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 19.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 12 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 94 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 15.04.2019 Gerð: Athugasemd
711. máli á 149. löggjafarþingi ávana-og fíkniefni (neyslurými) Umsögn frá Kristbjörgu Höllu Magnúsdóttir Áfengis og vímuefnaráðgjafa og formanni FÁR-Félagi áfengis og vímuefnaráðgjafa. Við hjá félagi Áfengis og vímuefnaráðgjafa teljum okkur ekki geta veitt einfalda umsögn um þetta frumvarp þar sem greinilega ekki hefur verið leitað til alls þess fagfólks sem þekkir til á þessu sviði og margt í frumvarpinu sett fram á óljósan hátt til að mynda: Hver ber ábyrgð á starfseminni? Er öllum leyfilegt að koma þangað, sama hvaða vímuefni þeir nota í æð? Þeir sem sprauta örvandi efnum sprauta sig mörgum sinnum á dag og gætu dvalið þar langtímum saman ef þeir myndu nýta svona neyslurými, eða koma alls ekki af því að það er svo stutt á milli skammta. Hvaða þjálfun fær starfsfólkið sem ekki eru heilbrigðisstarfsmenn og hver sér um þá þjálfun? Er gert ráð fyrir að þarna fari fram einhverskonar aðstoð til að hjálpa fólki í meðferð óski þau eftir því? Okkur Þykir mikilvægt að málið sé unnið mun betur áður en það fer í afgreiðsluferli, það mætti gjarnan leita til starfsfólks á vímuefnadeild Geðsviðs LSH, starfsfólks SÁÁ og Félags áfengis og vímuefnaráðgjafa. Kveðja Kristbjörg Halla Magnúsdóttir F.h FÁR-Félag áfengis og vímuefnaráðgjafa