Taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður

Umsögn í þingmáli 710 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 19.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 19 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 144 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sigrún Helga Sigurjónsdóttir Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 25.06.2019 Gerð: Upplýsingar
Fiskeldi og sveitarfélögin Eftir Gauta Jóhannesson A yfírstandandi lög- gjafarþingi hafa verið lögð fram tvö frum- vörp af hálfu sjávar- útvegs- og landbún- aðarráðherra tengd fiskeldi. Annars vegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættum at erfða- blöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál og hins vegar frumvarp um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál. Atvinnuvega- nefnd Alþingis hefur sent frá sér nefndarálit og breytingartillögur í kjölfarið þar sem lítið sem ekkert tillit er tekið til þeirra sjónarmiða sem fram koma í umsögnum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga sem unnar voru í nánu samráði við stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fiskeldi sem atvinnugrein er byggðamál, uppbygging á tilteknum land- og hafsvæðum er skipulagsmál og væntingar um tekjur af starfsem- inni er efnahagsmál. Snertifletir við þau sveitarfélög sem um ræ ðir eru því íjölbreyttir og hagsmunir einnig. Samtök sj ávarútvegssveitarfélaga hafa mótað metnaðarfulla stefnu varðandi málaflokkinn sem ýtir und- ir þau markmið að rannsóknir á áhrifum fiskeldisstarfsemi á lífríki og samfélag verði auknar og að þau tækifæri sem felast í auknu fiskeldi á sjálfbærum grunni verði nýtt. Einnig að ríki og sveitarfélög séu meðvituð um að sjálfbær þróun í fiskeldi byggist á jafnvægi milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Mikilvægt er að litið sé markvisst til allra þessara þátta í opinberri stefnumörkun, laga- og reglusetningu. Þá leggja samtökin áherslu á reglulegt, stað- bundið eftirlit með greininni og að tekjustofnar sveitarfélaga af atvinnustarfsemi í sjó, allt að einni sjómílu út frá grunnlínu landhelg- innar, verði skilgreindir í samráði við sjávarútvegssveitarfélög. Þannig verður auðveldara fyrir sveitarfélög, þar sem fiskeldi hefur haslað sér völl, að laga samfélagslega upp- byggingu að örum vexti atvinnugrein- arinnar. Til að ná þess- um markmiðum telja samtökin m.a. að tryggja þurfi sveit- arfélögum tekjur af reitanýtingu í sjó og jafnfram t að þeim verði tryggð nauðsyn- leg áhrif á haf- og strandsvæðaskipulag. Auka þarf forræði þeirra og tryggja um leið nauðsynlega tekju- stofna. Markmið fyrra frumvarpsins er að styrkja lagaumgjörð stjórnsýslu fiskeldis þannig að atvinnugreinin verði öflug og sjálfbær með þróun og vernd lífríkis að leiðarljósi. Til- gangur síðara frumvarpsins er að tryggja ríkissjóði beint endurgjald vegna nýtingar hafsvæða í íslenskri lögsögu sem geti jafnfram t staðið á móti kostnaði ríkisins við stjórn- sýslu. I kringum gjaldtökuna verði stofnaður sérstakur fiskeldissjóður sem gert er ráð fyrir að muni njóta framlaga af fjárlögum sem svari til þriðjungs tekna af því gjaldi sem ráðgert er að heimtist í ríkissjóð verði frumvarpið að lögum. I 7. grein frumvarpsins segir: „Stjórn Fiskeldissjóðs skal árlega auglýsa eftir umsóknum frá sveitar félögum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem eru til þess fallin að byggja upp innviði og þjónustu á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað." Samtökin voru gagnrýnin á þetta fyrirkomu- lag sem að þeirra mati er til þess fallið að etja sveitarfélögunum sam- an og láta þau keppast um úthlutun. Meirihluti atvinnuveganefndar hef- u r hins vegar bent á í nefndaráliti sínu að fyrirhuguð gjaldtaka er fyrir afnot af hafsvæði sem liggi utan umráðasvæðis sveitarfélaganna. Segir svo einnig í nefndaráliti meiri- hlutans: „Sveitarfélögin eru því ekki svipt réttindum og ekki vegið að sjálfstæði þeirra." H ér kveður við kunnuglegan tón. Enn á ný munu sveitarfélög af landsbyggðunum eiga allt undir þvi að ná eyrum embættismanna, að öll- um líkindum í Reykjavík, og sann- fæ ra þá um að sú innviðauppbygg- ing sem stefnt er að á hverjum stað Fiskeldi er umdeilt. Samtök sjávar- útvegssveitarfélaga hafa kappkostað að nálgast málið af yfirveg- un og sanngirni. fyrir sig sé réttlæ tanleg og á ein- hvern hátt frambærilegri en hjá næsta nágranna. Kjörnum fulltrú- um sem sitja í umboði kjósenda á hverju svæði fyrir sig er ekki treyst- andi til að meta og ráðstafa fé til uppbyggingar innviða og þjónustu. Að áliti Samtaka sjávarútvegs- sveitarfélaga eru það haldlítil rök að gjaldtökunni sé ætlað að standa undir kostnaði ríkisins við stjórn- sýslu málaflokksins. Fyrirtæ ki í greininni greiða nú þegar fyrir starfsleyfi, rekstarleyfi og þjónustu- gjald til Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar auk hefðbund- inna gjalda s.s. tekjuskatt og virð- isaukaskatt. Þá er einnig greitt fyrir mat á umhverfisáhrifum, í umhverf- issjóð sjókvíaeldis og gjöld tengdum mannauði fyrirtækjanna, s.s tekju- skattur, tryggingagjald og útsvar. Aðferðafræðin verður sú, eins og svo oft áður, að ý tt verður undir ágreining meðal sveitarfélaga í stað þess að fjárm unirnir renni til þeirra sveitarfélaga þar sem áhrifa af upp- byggingu í fiskeldi mun gæta í hlut- falli við frá hvaða svæðum tekjur Fiskeldissjóðs koma. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga leggja áherslu á að gjaldtaka af fiskeld- ismannvirkjum í strandsjó verði með sambærilegu móti og gjaldtaka af fasteignum á landi og að sveitar- félögum verði þar með tryggður sjálfstæður tekjustofn af fiskeldis- starfsemi. Samtökin benda jafn- fram t á að með frumvarpinu er farið gegn tillögum auðlindastefnu- nefndar frá 2011 og starfshóps um fiskeldi frá 2017 sem lagði til að 85% af auðlindagjaldi renni til uppbygg- ingar á innviðum á þeim svæðum sem nýtast við uppbyggingu fisk- eldis. Höfundur er sveitarstjóri í Djúpa- vogshreppi og formaður stjórnar Samtaka sjávarútvegssveit- arfélaga. gauti@djupivogur. is Gauti Jóhannesson