Fiskeldi

Umsögn í þingmáli 647 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 05.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 48 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 146 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Umhverfisstofnun Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 16.04.2019 Gerð: Viðbótarumsögn
III UMHVERFIS STOFNUN Alþingi - Atvinnuveganefnd Kirkjustræti 150 Reykjavík Reykjavík 16. apríl 2019 UST201903-133/A.B.G. 04.03 Efni: Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjómvaldssektir o.fl. Þingskjal 1060 - 647. mál. - viðbótarumsögn Umhverfisstofnun sendi umsögn til atvinnuveganefndar þann 1. apríl sl. um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. A fundi Umhverfisstofnunar og atvinnuveganefndar Alþingis sem haldinn var 21.mars sl. komu fram spumingar nefndarinnar, er vörðuðu lög um stjóm vatnamála, nánar tiltekið flokkun vatnshlota eftir vistfræðilegu ástandi og útskýringar á litakóða sem sýnir tiltekið ástand vatns. Ákveðið var á fundinum að Umhverfisstofnun myndi senda nefndinni skýringar á þessum atriðum í umsögn sinnar til nefndarinnar. í umsögninni frá 1. apríl sl. var fjallað um mikilvægi þess að við skiptingu í eldissvæði þurfi að gæta þess að samræmi sé á milli ákvörðunar eldissvæða og fyrirkomulags í lögum nr. 36/2011 um stjóm vatnamála. I tengslum við fýrirhugaða gjaldtöku kemur einnig fram að í starfsleyfum sé hafður sá vamagli að stofnunin getur takmarkað útsetningu seiða eða umfang eldis í samræmi við umhverfisaðstæður hverju sinni þrátt fýrir leyfilegt umfang í starfsleyfum. Umhverfisstofnun sendir hér viðbótarumsögn til að skýra ofangreind atriði er varða lög um stjóm vatnamála. Markmið laga nr. 36/2011 um stjóm vatnamála er að vemda vatn og vistkerfi þess, hindra rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa til að vatn njóti heildstæðrar vemdar. Jafnframt er lögunum ætlar að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavemd. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á innleiðingu laganna. Samkvæmt lögunum skal flokka vatn í vatnshlot og gerðir vatnshlota og meta þau. Matið skal byggjast á gæðaþáttum (líffræðilegum, vatnsformfræðilegum, efna og eðlisefnafræðilegum) og skal skilgreina umhverfismarkmið fyrir gerðir vatnshlota. Suðurlandsbraut 24 + 3 5 4 591 2 0 0 0 108 Reykjavík www.ust.is lceland http://www.ust.is 111 UMHVERFIS STOFNUN Fagstofnanir ríkisins ásamt Umhverfisstofnun vinna nú að því að skilgreina þessa þætti íyrir allt yfírborðs- og grunnvatn á Islandi. Fyrir strandsjó hefur Umhverfisstofnun samþykkt, að undangengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar að vakta skuli eftirfarandi gæðaþætti í strandsjó; Blaðgrænu a, hryggleysingja á mjúkum botni, botnþörunga, sjóndýpi, hitastig, styrk súrefnis, seltu og nœringarskilyrði (köfnunarefni, fosfór og kísil). Samið hefur verið við Hafrannsóknastofnun um að stofnunin geri tillögu að vistfræðilegri ástandsflokkun þeirra gæðaþátta sem ákveðnir hafa verið sem lýsa ástandi í strandsjávarhlotum hverrar gerðar. Lögð er áhersla á að finna fyrst mörk á milli góðs ástands og ekki viðunandi ástands. í framhaldi af því skal fmna mörk milli mjög góðs og góðs ástands. Hafrannsóknastofnun skal skil þessum tillögum til Umhverfisstofnunar ekki seinna en 1.6.2020. Umhverfisstofnun vinnur einnig að uppsetningu upplýsingakerfis í tengslum við stjóm vatnamála. Þar verða öll vatnshlot sýnd landfræðilega auk þess sem þar koma fram upplýsingar um ástand þess merkt með litakóða. Vöktunarniðurstöður verða skráðar inn í skráningarkerfi sem umbreytir niðurstöðunum í litakóða eftir því hvemig vistfræðilegt ástand þeirra er. Hér að neðan er hægt að sjá litmerkinguna sem lýsir ástandi hvers vatnshlots fyrir sig. Grænt Gott ástand Gott vistfrxóiicgt dstand Gult Ekkt vióunandi Aóttcróa þörf Appclsinugult Slakt Aógcróa þörf V.H. \s jé íf Suðurlandsbraut 24 +354 591 2 0 0 0 108 Reykjavík www.ust.is lceland http://www.ust.is í III UMHVERFIS STOFNUN Ef um er að ræða að vöktun fiskeldisfyrirtækja sýni fram á að eldið sé að valda því að vatnshlotið þar sem kvíamar em staðsettar fari úr góðu vistfræðilegu ástandi og niður í ekki viðunandi, er ljóst að aðgerða er þörf til að ná afiur góðu vistfræðilegu ástandi. í nýrri starfsleyfum útgefnum af Umhverfisstofnun eru nú ákvæði um að rekstraraðila beri að sjá til þess að vatnsgæðum í viðtaka hraki ekki vegna fiskeldis, og um endurskoðun starfsleyfis ef vöktun leiði í ljós að umhverfismarkmið sem sett hafa verið fýrir umrætt vatnshlot náist ekki og skal endurskoðun miða að því að markmiðunum verði náð. Umhverfisstofnun vonar að þessar viðbótarupplýsingar varpi frekara ljósi á þau tengsl sem eru á milli útgáfu starfsleyfa og eftirlits með þeim fyrir fiskeldi á tilteknum eldissvæðum og heimild stofhunarinnar til að takmarka umfang starfsemi ef ástand vatnshlota kallar á slíkar aðgerðir. Virðingarfyllst Agnar Bragi Bragason Teymisstjóri Suðurlandsbraut 24 + 3 5 4 591 2 0 0 0 108 Reykjavík ww w.ust.is lceland Aðalbjörg B Guttormsdóttir Verkefnisstjóri http://www.ust.is