Fiskeldi

Umsögn í þingmáli 647 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 05.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 48 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 146 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hábrún ehf., Háafell og Ís-47 Viðtakandi: Atvinnu­vega­nefnd Dagsetning: 09.04.2019 Gerð: Lagt fram á fundi
Atvinnuveganefnd. Umsögn vegna: Þingskjals 1060 - 647.mál Reykjavík, 29.03.2019 Umsögn Hábrúnar ehf. um fyrirliggjandi stjórnarfrumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), þingskjal 1060 — 647. mál. Hábrún hf Félagið hefur verið frumkvöðull á sviði fiskeldis í ísafjarðardjúpi samfellt í nær 2 áratugi og er eina fyrirtæ kið sem stundar sjókvíaeldi í Djúpinu. Hábrún hefur leyfi til eldis 700 tonna af regnbogasilungi. Frumkvöðlaréttur Hábrún telur það mikið réttlætismál að hagsmunir frumkvöðla, sem starfrækja fiskeldi á tilteknum svæðum, verði ekki fyrir borð bornir og að hefðarréttur skapi þeim réttmætan forgangsrétt að viðkomandi svæðum þegar lagt er mat á tilboð (umsóknir) við úthlutun svæða og leyfa. Þessi fyrirtæki heimamanna hafa lagt mikinn tíma, vinnu og fjármuni í þá áhættu sem frumkvöðlastarfi fylgir. Það hefur verið gert í þeirri trú að geta í framhaldinu aukið umfang eldisins í hæfilegum skrefum þegar reynslu hefur verið náð og innviðir byggst upp. Tillögur um breytingar 1) Úthlutun svæða - 3.grein (breyting á 4.grein núgildandi laga) Hábrún leggur til að bætt verði við 3.mgr 3.gr eftirfarandi setningu: „Þá skal við úthlutun svæða tekið fullt tillit til frumkvöðla sem stunda fiskeldi á viðkomandi svæði." 2) Útgáfa rekstrarleyfa - 23.grein Því til samræmis leggjum við til að eftirfarandi breyting verði gerð á 23.grein málslið b. (II) laganna: • að setning sem nú hljóðar: „Umsóknir um rekstrarleyfi á sama sjókvíaeldissvæði skv. 1. málsl. skulu afgreiddar í þeirri röð sem þær berast Matvælastofnun....“ • muni hljóða: „Umsóknir um rekstrarleyfi á sama sjókvíaeldissvæði skv. 1. málsl. skulu afgreiddar í þeirri röð sem þær berast Matvælastofnun að teknu fullu tilliti til forgangsréttar frumkvöðla sem starfrækja eldi á svæðinu “ Að okkar mati er hér um mikið réttlætismál að ræða og ekki hægt að fara fram með málið án þess að taka tillit til þessara sjónarmiða. Þessu til stuðnings nægir að líta til stöðunnar í ísafjarðardjúpi. Fari fram sem horfir og frumvarpið samþykkt óbreytt gæti svo farið að lítið sem ekkert pláss yrði fyrir eðlilegan vöxt frumkvöðlafyrirtækja heimamanna (Hábrún og Háafell), sem jafnframt eru þeir einu sem eru og/eða hafa verið með sjókvíaeldi í Djúpinu. 3) Ræktun á ófrjóum laxi Það er skoðun Hábrúnar að allar greinar sem lúta að úthlutun svæða undir tilraunir með ófrjóan lax skuli feldar úrfrumvarpinu. Við teljum að eldi á ófrjóum laxi sé eingöngu á tilraunastigi og ekki rétt að binda í lög ákvæði sem leiða til ótímabærra umsókna og úthlutunar leyfa án krafna um nýtingu. Ræktun á ófrjóum laxi er seinni tíma mál og þarf engin sérákvæði um hana enda mun hún falla vel að öðrum ákvæðum laganna þegar og ef hún verður að veruleika. Hábrún leggurtil að samin verði sérstök grein er lúti að tilraunaeldi á ófrjóum laxi. Þar verði kveðið á um að tilraunir verði leystar með sérstökum takmörkuðum úthlutunum til tilraunaeldis á vegum Hafrannsóknarstofnunar líkt og hugsunin er með tilraunaeldi stofnunarinnar í ísafjarðardjúpi. Virðingarfyllst, Gísli Jón Hjaltason stjórnarformaður Hábrúnar hf. Brunngötu 14 400 ísafirði Annex: Faroe Islands and the West Fjords X V w j'r í iiK F-W .a « F o r o y a r F æ r o e r n e !(*W» ! . ■ Hfiv I I tOkm T " Source: Google maps m a r k ó ^ ARNARLAX 18 C d eg re es lceland has strict biological conditions Seawater temperatures 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 Danger zone Jan Feb Mar Apr May Jun Jul Aug Sep Oct Nov Dec West Fjords Faroe Islands — Norway Canada - BC — Scotland N orthern Norway Southern Norway Faroe islands W est Fjords East Fjords Source: www.seatemperature.ore. Arnarlax Notes: Average 2016 and 2018 in West Fjords http://www.seatemperature.ore Alternative methods of production Land-based plants located in end-markets m a r k ó Floating salmon processors ^ ARNARLAX 15