Sjúkratryggingar

Umsögn í þingmáli 644 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 05.03.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 2 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 4 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Ríkisskattstjóri Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 15.04.2019 Gerð: Umsögn
RÍKISSKATTSTJÓRI Sími 442 1000 - rsk@rsk.is - www.rsk.is Reykjavík, 15. apríl 2019 R2019040051/12.3 Alþingi, nefndasvið Austurstræti 8-10 150 REYKJAVÍK Kt. 420169-3889 Umsögn ríkisskattstjóra um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga) Ríkisskattstjóri hefur að gefnu tilefni tekið til umsagnar ofangreint frumvarp. Breytingar þær sem frumvarpi þessu er ætlað að innleiða lúta að því að felld sé niður krafa núgildandi 3. mgr. 34. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, um að umsækjandi um bætur samkvæmt lögunum, veiti skriflegt samþykki sitt fyrir öflun upplýsinga frá ríkisskattstjóra við afgreiðslu umsóknar hans hjá Sjúkratryggingastofnun. Að óbreyttum lögum hljómar ákvæðið svo: „ Sjúkratryggingastofnuninni er heimilt, að fengnu skriflegu samþykki umsœkjanda, að afla nauðsynlegra upplýsinga um tekjur umsœkjanda hjá skattyfirvöldum og greiðslur til umsœkjanda hjá Tryggingastofnun ríkisins, Atvinnuleysistryggingasjóði, Vinnumálastofnun og hjá sambœrilegum stofhunum erlendis þegar það á við með rafrcenum hœtti eða á annan hátt. Enn fremur er heimilt að afla upplýsinga um mat á örorku hjá Tryggingastofnun ríkisins. Telji umscekjandi upplýsingar frá þessum aðilum ekki réttar skal hann leggja fram gögn því til staðfestingar. " Þannig gerir a-liður 1. gr. frumvarpsins ráð fyrir að orðin „að fengnu skriflegu samþykki umsækjanda“ falli niður úr framangreindri 3. mgr. Þess í stað er gert ráð fyrir því að fullnægjandi þyki, út frá áskilnaði laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, að Sjúkratryggingastofnun upplýsi umsækjanda, að því marki sem unnt er, um áform sín, sbr. hér að neðan: „ Við bœtist ný málsgrein, svohljóðandi: Sjúkratryggingastofnun ber að upplýsa framangreinda aðila um fýrirhugaða upplýsingaöflun, skv. 3. mgr. eins og hcegt er hverju sinni. " Samkvæmt athugasemdum í greinargerð með frumvarpinu er talið að sú staðreynd að tekjuupplýsingar sem afla þurfi frá skattyfirvöldum séu forsenda þess að Sjúkratryggingastofnun geti metið hvort einstaklingur eigi rétt til bótagreiðslna, og eftir atvikum ákvarðað fjárhæð þeirra, leiði af sér að upplýst samþykki umsækjanda fyrir öflun upplýsinganna hafi enga sjálfstæða merkingu. Þ.e.a.s. að lagaheimild Sjúkratryggingastofnunar til upplýsingaöflunar frá skattyfírvöldum sé fullnægjandi ein og sér. Telur ríkisskattstjóri ástæðu til þess að gera eftirfarandi athugasemdir við slíkt fyrirkomulag: mailto:rsk@rsk.is http://www.rsk.is Rl'KISSKATTSTJÓRI Ríkisskattstjóri er, rétt eins og önnur stjórnvöld, bundinn um margt af ákvæðum umræddra persónuverndarlaga nr. 90/2018 (pvl.). í athugasemdum í greinargerð kemur fram að „umrætt samþykki“ sem til stendur að fella úr lögum 112/2008, þyki ekki samrýmast ákvæðum pvl. og því sé nauðsynlegt að fella burt kröfuna þar um. Væntanlega er þarna verið að vísa til þess að vegna eðlis þeirrar vinnslu sem um ræðir hjá Sjúkratryggingastofnun, og þess hvaða vægi umræddar upplýsingar hafa fyrir framkvæmd hennar, þá sé lagaheimildin ein og sér fullnægjandi, og vinnslan fari þannig ekki fram á grundvelli upplýsts samþykkis eins og um það er fjallað í pvl. Ríkisskattstjóri vill í þessu samhengi taka fram að óhjákvæmilega ber að líta í fleiri horn við skoðun á vægi samþykkis umsækjanda um bætur frá Sjúkratryggingastofnun við þær aðstæður að Sjúkratryggingastofnun afli upplýsinga frá ríkisskattstjóra um fjárhag slíks umsækjanda. Ríkisskattstjóri er í störfum sínum háður ströngum þagnarskylduákvæðum sem bera ríkan vott um viðkvæmt eðli þeirra upplýsinga sem embættið aflar til að fá sinnt lögbundnum verkefnum sínum. Ber þar helst að nefna ákvæði 117. gr. tekjuskattslaga nr. 09/2003 (tsl): „Ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum fráþví er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Hið sama gildir um þá er veita þessum aðilum aðstoð við starf þeirra eða á annan hátt fjalla um skattframtöl. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti a f störfum. Þrátt fyrir ákvœði 1. mgr. skulu skattyfirvöld gefa Hagstofu Islands skýrslur, íþví formi er Hagstofa Islands ákveður, um framtaldar tekjur og eignir, álagða skatta og önnur atriði er varða skýrslugerð hennar. Þá er skattyfirvöldum heimilt að veita gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Islands upplýsingar er nauðsynlegar eru til eftirlits með gjaldeyrismálum, enda standi ákvœði milliríkjasamninga ekki í vegi fyrir því. “ Þagnarskylduákvæði þau sem binda skattyfirvöld eru skír og fortakslaus, enda er um að ræða gögn sem afhent eru ríkisskattstjóra í trúnaði með það að markmiði að tryggja rétta skattlagningu og standa þannig undir eðlilegri tekjuöflun ríkisins. Þarna eru því undir fjölþættari sjónarmið heldur en einvörðungu þau er lúta að vernd einkalífs viðskiptavina embættisins. Ekki verður horft framhjá mikilvægu samspili óvéfengjanlegrar þagnarskyldu skattyfirvalda og hinnar ríku upplýsingaskyldu sem lögð er skattaðilum á herðar með 94. gr.tsl. Upplýsingaskyldan er hornsteinn þess að embættinu sé unnt að sinna því Iögbundna hlutverki sínu að leggja á rétta skatta og gjöld og sinna skilvirku skatteftirliti. Öll skörð í þagnarmúrinn eru til þess fallin að rýra traust almennings á skattyfirvöldum og draga þannig úr burðum embættisins til þess að afla nauðsynlegra upplýsinga til framkvæmdar verkefna sinna. Áralöng framkvæmd endurspeglar ófrávíkjanlegar kröfur um skírleika þeirra heimilda sem ríkisskattstjóri hefur til þess að aflétta þessari þagnarskyldu að hluta og miðla upplýsingum úr kerfum sínum til þriðja aðila. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að eigi umsókn um bætur frá Sjúkratryggingastofnun, eða eftir atvikum aðra aðstoð frá hinu opinbera, að leiða af sér að umsækjandi hafi veitt viðkomandi stofnun heimild til öflunar upplýsinga frá ríkisskattstjóra, að slík breyting á réttarstöðu umsóknaraðila gagnvart skattyfirvöldum sé viðkomandi ljós frá upphafi. Þannig hljóta upplýsingaöflunarheimildir Sjúkratryggingastofnunar að þessu leyti að RÍKISSKATTSTJÓRI þurfa að koma skírt fram í umsókn um bætur, en þessar heimildir þurfa síðan vitaskuld að eiga sér lagastoð, rétt eins og er að finna í greindri 3. mgr. 34. gr. laga nr. 112/2008. Ríkisskattstjóri telur ekki aðra leið ásættanlega með hliðsjón af eðli umræddra upplýsinga og þeirra sértæku þagnarskyldureglna sem ríkisskattstjóri er bundinn af í störfum sínum, en með þessu móti hlýtur staðfesting umsóknar af hálfu umsækjanda alltaf að fela í sér upplýst samþykki af einhverju tagi. Ríkisskattstjóri bendir á að ekkert er því til fyrirstöðu að umsækjandi veiti samþykki sitt með rafrænum hætti. Framkvæmdarlega er það langsamlega öruggasta leiðin, e f upplýsinga yrði aflað með rafrænum hætti s.s. í gegnum vefþjónustu, til þess að tryggja gagnasafn ríkisskattstjóra og þannig viðskiptavini Sjúkratryggingastofnunar og ríkisskattstjóra fyrir hugsanlegum árásum á tölvukerfi Sjúkratryggingastofnunar. Með því að skilyrða miðlun upplýsinga frá ríkisskattstjóra við rafrænt undirritað samþykki eða umboð frá viðkomandi gætu óprúttnir aðilar einvörðungu sótt sínar eigin upplýsingar í gegnum tengingar Sjúkratryggingastofnunar við ríkisskattstjóra. Öðrum kosti - þ.e. fengi fram að ganga sú hugmynd að lagaheimild 34. gr. laga nr. 112/2008 ein og sér, og án pósitífrar veitingar samþykkis umsækjanda fyrir upplýsingaöflun, sé fullnægjandi til þess að opna fyrir miðlun gagna frá ríkisskattstjóra til Sjúkratryggingastofnunar - þá gæti skapast hætta á því að almenningur verði berskjaldaður eigi sér stað innbrot í tölvukerfi Sjúkratrygginga. Getur ríkisskattstjóri ekki látið slíkt óátalið, enda ber embættinu að tryggja eftir fremsta megni öryggi þeirra upplýsinga sem það hefur aflað og varðveitir. Að öðru leyti en að framan greinir gerir ríkisskattstjóri ekki athugasemdir við frumvarp þetta. Virðingarfyllst, f.h. ríkisskattstjóra Rögnvaldsson { .1 arsdóttir