Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Umsögn í þingmáli 597 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 26.02.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 1 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 0 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagsmuna­samtök heimilanna Viðtakandi: Dagsetning: 13.06.2019 Gerð: Umsögn
Umsögn um 597. mál á 149. löggjafarþingi Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík H agsm unasam tök Heimilanna 13. júní 2019 Efni: Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um 597. mál á 149. löggjafarþingi Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (eignarhald, lýðræði í lífeyrissjóðum) Með frumvarpi þessu er lagt til að eignarréttur sjóðfélaga í eign þeirra í lífeyrissjóðum verði lögfestur og þeim verði tryggð lýðræðisleg aðkoma að stjórnarkjöri lífeyrissjóða. Samskonar frumvarp var lagt fram á 144. löggjafarþingi (602. mál) og endurflutt á 145. löggjafarþingi (7. mál). Hagsmunasamtök heimilanna eru hlynnt markmiðum frumvarpsins, enda fela þau í sér viðurkenningu á því sem er að mati samtakanna gildandi réttur sjóðfélaga. Þ.e. að sá hluti launa þeirra sem lagður er í lífeyrissjóð njóti eignarréttarverndar og að það séu fyrst og fremst réttir eigendur þeirra fjármuna, sjóðfélagarnir sjálfir, sem séu til þess bærir að fara með æðsta vald yfir þeim á ársfundi og kjósa þar stjórn sem beri ábyrgð á þeim á milli aðalfunda. Að auki vilja samtökin benda á að í seinni tíð hefur einstaklingum verið gert kleift að ráðstafa hluta af lífeyrissparnaði sínum til öflunar íbúðarhúsnæðis. Samtökin telja rétt að rýmka þann rétt einstaklinga til þess að ákveða sjálfir að hve miklu leyti lífeyrissparnaður þeirra sé fjárfestur í eigin íbúðarhúsnæði. Nauðsynlegt er að tryggja með lögum að sá hluti húsnæðis sem þannig sé fjármagnaður verði ekki aðfararhæfur frekar en samsvarandi lífeyriseign yrði. Enn fremur mælast samtökin til þess að ráðist verði í frekari stefnumótun með því markmiði að slík úrræði verði ekki tímabundin heldur varanleg og nýtist sem flestum, þar á meðal þeim sem misstu húsnæði sitt vegna bankahrunsins. - o - Virðingarfyllst, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, Guðmundur Ásgeirsson, erindreki@heimilin.is Hagsmunasamtök heimilanna • Ármúla 5 • 108 Reykjavík • kt. 520209-2120 • heimilin@heimilin.is • www.heimilin.is http://www.althingi.is/ http://www.heimilin.is/ https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=597 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=144&mnr=602 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=145&mnr=7 http://www.heimilin.is/ mailto:erindreki@heimilin.is mailto:heimilin@heimilin.is http://www.heimilin.is