Hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

Umsögn í þingmáli 542 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 06.02.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 10 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 94 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samtök atvinnulífsins og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 10.04.2019 Gerð: Viðbótarumsögn
© SVÞI SSt09 Reykjavík, 10. apríl 2019 Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar nefndasvid@althingi.i s Efni: Viðbótarumsögn um 542. mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (stjórnvaldssektir o.fl.). Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar hinn 9. apríl sl. gerðu fulltrúar SA - Samtaka atvinnulífsins og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu (hér eftir nefndir fulltrúarnir) grein fyrir atriðum sem koma fram í sameiginlegri umsögn samtakanna beggja, dags. 13. mars 2019. Við það tilefni kynntu fulltrúarnir nefndinni fleiri hugmyndir um breytingar á frumvarpinu en komu fram í umsögn samtakanna. Viðbótartillögurnar snúa að 16. gr. og a-liðum 19. og 22. gr. frumvarpsins. Í stuttu máli telja samtökin að nokkur ákvæði frumvarpsgreinanna gætu orðið atvinnulífinu verulega íþyngjandi í framkvæmd. Einkum er þá horft til samspils ákvæða um að óinnheimtar dagsektir falli ekki niður þó efndir verði, um álagningu stjórnvaldssekta vegna skráningar- og upplýsingaskyldubrota, um að einfalt gáleysi teljist nægilegt saknæmiskilyrði fyrir álagningu stjórnvaldssekta og um að ákvarðanir um stjórnvaldssektir verði endanlegar á stjórnsýslustigi. Á fundinum kynntu fulltrúarnir hugmynd að eftirfarandi breytingum á frumvarpinu: A. Í stað þess að að álagðar en óinnheimtar dagsektir falli ekki niður þrátt fyrir að efndir eigi sér stað eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu verði kveðið á um að dagsektir falli í gjalddaga 60-90 dögum eftir álagningu og gjaldfallnar dagsektir falli ekki niður þrátt fyrir að efndir eigi sér stað. B. Fallið verði frá því að heimila álagningu stjórnvaldssekta vegna skráningar- og upplýsingaskyldubrota. Heimilt verði að leggja á dagsektir vegna brotanna. C. Í stað þess að ákvarðanir um álagningu stjórnvaldssekta verði endanlegar á stjórnsýslustigi verði kveðið á um að slíkar ákvarðanir megi kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nánar tiltekið gætu breytingartillögur nefndarinnar verið á þessa leið: 1. 2.-4. málsl. e-liðar 16. gr. orðist svo: Gjalddagi sektar samkvæmt þessari grein er fyrsti dagur þriðja mánaðar eftir dagsetningu ákvörðunar Umhverfisstofnunar eða heilbrigðisnefndar. Greiða skal dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar frá fimmtánda þess mánaðar en um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu. Óinnheimtar dagsektir, sem lagðar eru á fram að efndadegi, falla ekki niður eftir gjalddaga þótt aðili efni viðkomandi kröfu nema Umhverfisstofnun eða heilbrigðisnefnd ákveði það sérstaklega. Samtök iðnaðarins - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - Sími 591 0100 - mottaka@si.is - www.si.is mailto:nefndasvid@althingi.is mailto:mottaka@si.is http://www.si.is ©SVÞ Samtökverslunarogþjónustu 2. 1., 3. og 5. tölul. 1. mgr. a-liðar 19. gr. falli brott. 3. 1. og 2. málsl. 7. mgr. a-liðar 19. gr. orðist svo: Ákvörðun Umhverfisstofnunar sætir kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Aðili máls getur skotið ákvörðun um stjórnvaldssekt til dómstóla og er málshöfðunarfrestur þrír mánuðir frá því að fyrir liggur endanleg ákvörðun á stjórnsýslustigi. Umhverfisstofnunar sætir kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Aðili máls getur skotið ákvörðun um stjórnvaldssekt til dómstóla og er málshöfðunarfrestur þrír mánuðir frá því að fyrir liggur endanleg ákvörðun á stjórnsýslustigi. Hvað önnur atriði varðar vísa samtökin til umsagnarinnar frá 13. mars 2019. 4. 3., 4., 8., 10. og 13. tölul. 1. mgr. a-liðar 22. gr. falli brott. 5. 1. og 2. málsl. 7. mgr. a-liðar 22. gr. orðist svo: Ákvörðun Virðingarfyllst, f.h. SA - Samtaka atvinnulífsins F.h. SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu C ' Pétur Reimarsson Benedikt S. Benediktsson Samtök iðnaðarins - Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - Sími 591 0100 - mottaka@si.is - www.si.is mailto:mottaka@si.is http://www.si.is