Tekjuskattur

Umsögn í þingmáli 492 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 21.01.2019 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 1 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 0 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagsmuna­samtök heimilanna Viðtakandi: Dagsetning: 13.06.2019 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík H agsm unasam tök Heimilanna 13. júní 2019 Efni: Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um 492. mál á 149. löggjafarþingi Tekjuskattur (félög undanskilin fjármagnstekjuskatti) Með frumvarpi þessu er lagt til að félög sem eingöngu eru rekin til almannaheilla og eru undanskilin tekjuskatti verði einnig undanskilin fjármagnstekjuskatti. Hagsmunasamtök heimilanna falla undir þá skilgreiningu enda eru þau aðeins rekin til almannaheilla en ekki í hagnaðarskyni. Svo dæmi sé tekið var ársvelta samtakanna á síðustu árum á bilinu 10-15 milljónir króna, samkvæmt ársreikningum sem eru birtir opinberlega. Árið 2017 námu fjármagnstekjur umfram fjármagnsgjöld 313.425 krónum en álagður fjármagnstekjuskattur 65.755 krónum. Þó að þetta virðist ekki vera háar fjárhæðir verður að hafa í huga að starfsemin er að mestu fjármögnuð með félagsgjöldum og frjálsum framlögum og byggist að mjög miklu leyti á sjálfboðaliðastörfum, en launuð störf hjá samtökunum nema aðeins um 0,8 stöðugildum á ársgrundvelli. Með hliðsjón af framangreindu eru samtökin hlynnt því markmiði að félög sem eingöngu eru rekin til almannaheilla verði undanþegin fjármagnstekjuskatti og styðja því að frumvarpið verði samþykkt. - o - Virðingarfyllst, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formadur@heimilin.is Guðmundur Ásgeirsson, erindreki@heimilin.is Hagsmunasamtök heimilanna • Ármúla 5 • 108 Reykjavík • kt. 520209-2120 • heimilin@heimilin.is • www.heimilin.is http://www.althingi.is/ http://www.heimilin.is/ https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=492 http://www.heimilin.is/ mailto:formadur@heimilin.is mailto:erindreki@heimilin.is mailto:heimilin@heimilin.is http://www.heimilin.is