Kjararáð

Umsögn í þingmáli 413 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 30.11.2018 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 13 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 6 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sigrún Helga Sigurjónsdóttir Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 09.04.2019 Gerð: Minnisblað
Fjármála- og efnahagsráðuneytið M i n n i s b l a ð Viðtakandi: Efnahags- og viðskiptanefnd Sendandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið Dagsetning: 09.04.2019 Málsnúmer: FJRl 9010968 Bréfalykill: 3.4 Efni: Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, nr. 130/2016, með síðari breytingum í umsögnum um frumvarpið í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hafa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ lagt til að laun hækki ekki 1. júlí 2019 auk þess sem þau leggja til að ákvæðið um heimild ráðherra sem fer með starfsmannamál ríkisins til að ákveða að launin hækki hlutfallslega 1. janúar til samræmis við áætlaða breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins sem Hagstofan birtir fyrir 1. júní verði fellt brott. BHM og BSRB leggja til að laun verði í fyrsta lagi hækkuð 1. júlí 2020, KI leggur til að laun verði óbreytt a.m.k. út árið 2019 en ASÍ að launahækkun verði frestað þar til fyrir liggur að jöfnun gagnvart launahækkunum annarra ríkisstarfsmanna hafi verið náð. Með hliðsjón af þessum umsögnum heildarsamtaka framangreindra stéttarfélaga leggur fjármála- og efnahagsráðherra, með samþykki ríkisstjómarinnar, til að gerð verði eftirfarandi breyting á frumvarpinu: 1) Gerð verði breyting á 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða þannig að launahækkun 1. júlí 2019 komi ekki til framkvæmda gagnvart þjóðkjörnum fulltrúum, sbr. 1. gr. 3. gr. og 4. gr. laganna. Ráðherra verði hins vegar veitt heimild í eitt skipti til að hækka laun þjóðkjörinna fulltrúa 1. janúar 2020 til samræmis við áætlaða breytingu á launum. Ákvæði 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða yrði þá svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði laga þessara um að laun skuli taka breytingum 1. júlí ár hvert skulu laun þjóðkjörinna fulltrúa ekki hækka 1. júlí 2019. Ráðherra sem fer með starfsmannamál ríkisins getur þó ákveðið að laun þjóðkjörinna fulltrúa hækki hlutfallslega 1. janúar 2020 til samræmis við áætlaða breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins sem Hagstofan birtir fyrir 1. júní 2020. Hafi ný ákvörðun ekki verið tekin 1. janúar 2020 skulu laun þjóðkjörinna fulltrúa taka breytingum í samræmi við ákvæði laganna 1. júlí 2020. 2) Ákvæði um heimild ráðherra til að hækka laun 1. janúar til samræmis við áætlaða breytingu á launum verði fellt út en ákvæðið er í nokkrum greinum frumvarpsins og hljóðar svo: „R áðherra sem fer m eð starfsm annam ál ríkisins getur ákveðið að launin hækki hlutfallslega 1. janúar til sam ræm is við áæ tlaða breytingu á m eðaltali reglulegra launa starfsm anna ríkisins sem H agstofan birtir fyrir 1. júní.“