Stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð

Umsögn í þingmáli 233 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 16.10.2018 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 3 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 14 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagsmunasamtök heimilanna Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 13.06.2019 Gerð: Umsögn
Umsögn um 233. mál á 149. löggjafarþingi Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík H agsm unasam tök Heimilanna 13. júní 2019 Efni: Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um 233. mál á 149. löggjafarþingi Stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð (rýmri skilyrði) Markmið frumvarps þessa er að rýmka gildissvið úrræða samkvæmt lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð nr. 111/2016, m.a. þannig að þau nýtist þeim sem misstu húsnæði sitt vegna bankahruns og hafa verið utan húsnæðismarkaði í þrjú ár eða lengur. Einnig verði hlutfall séreignarsparnaðar sem heimilt er að nýta samkvæmt úrræðunum hækkað til að endurspegla breytt umhverfi. Hagsmunasamtök heimilanna fagna þessum tillögum og eru hlynnt þeim markmiðum sem stefnt er að með frumvarpinu. Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í tengslum við nýlega kjarasamninga er að stuðningur við fyrstu kaup skuli einnig gagnast þeim sem misstu húsnæði sitt í hruninu. Þetta er í fullu samræmi við áherslu Hagsmunasamtaka heimilanna. Að undanförnu hefur orðið nokkuð vart við að fólk í þessum hópi sem vilji hreyfa sig í þessa átt mæti ýmsum óvæntum hindrunum sem þarf að ryðja brott. Meðal þess sem samtökin hafa lagt til í þá veru er að fyrningartími árangurslausra fjárnáma á grundvelli neytendasamninga fyrnist á tveimur árum líkt og eftir gjaldþrot, ásamt því að þá geti gerðarþoli sjálfkrafa fengið greitt fyrir gjaldþrotaskiptum, óski hann þess. Hagsmunasamtök heimilanna eru hlynnt því að umrædd úrræði verði rýmkuð eins og lagt er til með frumvarpinu. Enn fremur leggja samtökin til að fyrirkomulag og útfærsla þeirra úrræða verið tekin til nánari skoðunar með hliðsjón af öðrum lögum. Þar á meðal verði kannaðir möguleikar á að rýmka heimildir einstaklinga til þess að ákveða sjálfir að hve miklu leyti lífeyrissparnaður þeirra sé fjárfestur í eigin íbúðarhúsnæði, að sá hluti húsnæðis sem þannig sé fjármagnaður verði ekki aðfararhæfur frekar en samsvarandi lífeyriseign yrði. Enn fremur verði ráðist í stefnumótun með því markmiði að slík úrræði verði ekki tímabundin heldur varanleg og nýtist sem flestum. - o - Virðingarfyllst, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formadur@heimilin.is Guðmundur Ásgeirsson, erindreki@heimilin.is Hagsmunasamtök heimilanna • Ármúla 5 • 108 Reykjavík • kt. 520209-2120 • heimilin@heimilin.is • www.heimilin.is http://www.althingi.is/ http://www.heimilin.is/ https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=233 https://www.althingi.is/lagas/149b/2016111.html https://www.althingi.is/lagas/149b/2016111.html http://www.heimilin.is/ mailto:formadur@heimilin.is mailto:erindreki@heimilin.is mailto:heimilin@heimilin.is http://www.heimilin.is