Umferðarlög

Umsögn í þingmáli 219 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 11.10.2018 Tegund þingmáls: Ökutækjatryggingar. Fjöldi umsagna við þingmál: 47 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 63 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Reykjavíkurborg Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 05.06.2019 Gerð: Umsögn
Reykjavíkurborg Um hve r f is - og sk ipu lagssv ið Reykjavík, 5. júní 2019 USK2018030036 Alþingi - nefndasvið bt. umhverfis- og samgöngunefndar Kirkjustræti 101 Reykjavík Efni: Umsögn um frumvarp til umferðarlaga, 149. löggjafarþing - 219. mál - breytingar á 79. grein um hjálmaskyldu Reykjavíkurborg sendi inn umsagnir um frumvarp til nýrra umferðarlaga til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þann 16. mars, 10. ágúst og til umhverfis- og samgöngunefndar þann 15. nóvember 2018. Við frekari vinnslu frumvarpsins var tekið tillit til sumra athugasemda borgarinnar og ber að þakka fyrir það. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar dags. 23. maí 2019 kemur m.a. fram tillaga að breytingu á 79. gr. þess efnis að hjálmaskylda nái til allra einstaklinga undir lögaldri, þ.e. til 18 ára aldurs. Reykjavíkurborg gerir athugasemdir við þessa tillögu, sjá umsögn hér að neðan. Hjólreiðar eru hagkvæmur og vistvænn samgöngumáti, einn öflugasti samgöngumátinn þegar horft er til lýðheilsusjónarmiða og borgarumhverfis. A f þeim sökum leggja bæði Aðalskipulag Reykjavíkurborgar 2010-2030 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðissins 2015-2040 mikla áherslu á áframhaldandi aukningu og eflingu hjólreiða líkt og langflestar vaxandi borgir í heiminum. Afstaða Reykjavíkurborgar til breytinga á löggjöfum tengdum hjólreiðum mun þar af leiðandi taka mið af markmiðum sem sett eru í áður nefndum skipulagsáætlunum. Flestum rannsóknum ber saman um að heilsufarslegur- og samfélagslegur ábati sé af hjólreiðum fram yfir aðra samgöngumáta í þéttbýli, enda eru ótímabær dauðsföll a f völdum lífsstílssjúkdóma, s.s. hjarta- og æðasjúkdómar, töluvert algengari en ótímabær dauðsföll a f völdum samgangna. 1,2 Reykjavíkurborg vill taka fram að notkun hjálma og hvatning til hjálmanotkunar eru jákvæðar aðgerðir. Ljóst er að hjálmar koma ekki í veg fyrir slys, heldur geta í ákveðnum tilfellum dregið úr alvarleika þeirra. Reykjavíkurborg er þó andvíg þeim breytingum sem lagðar eru til að gera reiðhjólahjálma að skyldu við hjólreiðar fyrir ungmenni 18 ára og yngri í stað þess að miða við 15 ára og yngri, telur þær geta unnið gegn markmiðum um auknar hjólreiðar í borginni með vísan í rannsóknir hér að neðan. Þróun hjólreiða í ferðavenjukönnunum Mikill árangur hefur náðst í aukningu á hlutfalli ferða sem farnar eru á hjólum, en samkvæmt ferðavenjukönnunum hefur hlutfallið hjá íbúum Reykjavíkur (6 ára og eldri) farið úr 0,3% árið 2002 í tæp 7% árið 2017. Þá hefur hlutfall þeirra ferða sem ungmenni í Reykjavík, undir 15 ára aldri, fara hjólandi hækkað úr 0,5% árið 2002 í 10,4% árið 2011, 11,4% árið 2014 og var árið 2017 komið í 19,5%. 1 de Hartog, J.J., Boogaard, H., Nijland, H., Hoek, G. Do the Health Benefits o f Cycling Outweigh the Risks?. Environ Health Perspect 118(8), 2010. Pp. 1109-1116 2 Hagstofa Íslands. Dánir eftir dánarorsökum (Evrópski stuttlistinn), kyni og aldri 1981-2017. 2019. Sótt þann 04- 06-2019 af https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar Faeddirdanir danir danarmein/MAN05301.px https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar Reykjavíkurborg Um hve r f is - og sk ipu lagssv ið Sömu ferðavenjukannanir sýna að aldurshópurinn 15-18 ára, það aldursbil sem rætt er um að setja hjálmaskyldu á, er hvað viðkvæmastur hvað varðar hlutfall ferða á hjóli. Mikill árangur náðist á tímabilinu 2002-2014 hjá þeim hópi. Þannig fór hlutfall ferða á hjóli reykvískra ungmenna á aldrinum 15-18 ára úr 0,2% árið 2002 í 8,6% árið 2011 og var 10,1% árið 2014. Algjört hrun varð svo í ferðum á hjóli hjá umræddum hóp, en árið 2017 var hlutfall þeirra ferða á hjóli ungmenna á aldursbilinu komið niður í 4,6%. Í ferðavenjukönnunum sést einnig önnur varhugaverð þróun hjá hópnum á aldursbilinu 15-18 ára, en hlutfall ferða sem farnar eru sem bílstjórar hækkaði úr 10,1% árið 2014 upp í 21,3% árið 2017. Á sama tíma, hjá sama aldurshópi, hækkaði hlutfall þeirra ferða sem farnar voru sem farþegar í bíl, úr 19,7% árið 2014 í 28,6% árið 2017. Erlend reynsla a f lögum um hjálmanotkun Þó nokkur lönd hafa innleitt hjálmaskyldu á síðustu 30 árum. Þar má nefna t.a.m. Svíþjóð, Nýja Sjáland og Ástralíu. Hjólreiðar voru í mikilli sókn í Ástralíu á níunda áratug síðustu aldar; í og við Sydney jókst hlutfall ferða til og frá vinnu á hjóli um 250%, og samanlagt var 47% aukning í allri Ástralíu í hlutfalli ferða sem farnar voru á hjóli milli ferðavenjukannanna 1976 og 1986. Lög sem skylduðu notkun hjálma við hjólreiðar voru fyrst innleidd í Victoria-fylki í júlí 1990 og svo í öðrum fylkjum síðar. Suður-Ástralía og Queensland voru síðustu fylkin til að taka upp hin nýju lög í janúar 1993. Talið var 36% færra hjólreiðafólk, þar af 42% færri börn, í Victoria-fylki á árinu 1990; og 27% færri árið eftir, 1991. Hj ólreiðafólki sem flutt var á spítala fækkaði í samræmi við fækkun hj ólreiðamanna, en hlutfall einstaklinga sem lagðir voru inn með höfuðáverka a f heildarfjölda innlagna hélst óbreytt. Hjólreiðar náðu fyrst sama hlutfalli a f öllum ferðum áratug eftir að löggjöfin var sett. 3 Á Nýja Sjálandi var hjálmaskylda leidd í lög þann 1. janúar 1994. Þar voru gerðar ferðavenjukannanir veturinn 1989/90 og svo aftur 1997/98 sem sýna að um helmingi færri notuðu hjól sem samgöngutæki, þ.e. í ferðir til og frá vinnu og/eða skóla, eftir að notkun hjálma við hjól var gerð að lögum. Þær ferðavenjukannanir sem gerðar hafa verið síðan sýna að lækkunin hélt áfram eftir þetta og að ákveðnu jafnvægi hafi svo verið náð á árinu 2003. Síðan þá hefur hlutfall ferða á hjólum staðið í stað í u.þ.b. þriðjungi þess sem var fyrir lagasetningu.4 Í Svíþjóð var börnum undir 15 ára aldri gert að nota hj álma á hj ólum árið 2005. Eftir innleiðingu laganna hafði fjöldi og alvarleiki höfuðáverka stúlkna ekki breyst, en greina mátti um 10% samdrátt í höfuðmeiðslum drengja a f heildarfjölda slysa þeirra.5 Á sama tíma og bæði umræðan um lögin, og setning þeirra, hefur verið virk hefur dregið töluvert úr fjölda einstaklinga sem hjóla, sér í lagi þeirra á aldursbilunum milli 7-14 ára og 15-24 ára. Þannig voru um 22% ferða barna á aldrinum 7-14 ára á 3 Dorothy L. Robinson. 2005. Safety in numbers in Australia: more walkers and bicyclists, safer walking and bicycling. Health Promotion Journal of Australia 2005:16 (1). 4 New Zealand Ministry of Transport, New Zealand Household Travel Survey, sótt þann 04-06-2019 af https://www.transport.govt.nz/mot-resources/household-travel-survey/ 5 Bonander, C., Nilson, F., Andersson, R. The effect o f the Swedish bicycle helmet law for children: An interrupted time series study. Journal of Safety Research 51, 2014. Pp. 15-22. https://www.transport.govt.nz/mot-resources/household-travel-survey/ Reykjavíkurborg V I I Umhver f i s - og sk ipu lagssv ið árunum 1995-1998 farnar á hjóli, en 15% árin 2011-2014. Á sama tíma hefur hlutfall ferða einstaklinga á aldrinum 15-24 ára minnkað úr 17% 1995-1998 niður í 10% árin 2011-2014.6,7 Samantekt Draga má þá ályktun út frá áður nefndum rannsóknum að upplifun almennings, þar sem sett eru lög um útbúnað - þar með útlit - hjólreiðafólks, sé í þá átt að hjólreiðar séu hættulegar og þeir sem hjóli beri ákveðna ábyrgð á hegðun annarra í umferðinni. Þá verður sá hópur einstaklinga sem, af einhveijum orsökum, kýs ekki að hjóla með hjálm, jaðarsettur hópur. Ágæti reiðhjólahjálma verður ekki dregið í efa, hafa þeir óumdeilanlega komið í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Reynsla annarra landa af setningu laga um hjálmanotkun gefur þó tilefni til að draga í efa ágæti slíkra harðra aðgerða og sýnir mikilvægi mjúkra aðgerða, þá sér í lagi fræðslu. Hjálmar koma ekki í veg fyrir að slys eigi sér stað, heldur er hjálmanotkun ráðstöfun til að lágmarka mögulegt tjón í slysi. Rannsóknum ber saman um að mikill heilsufarslegur og samfélagslegur ávinningur sé af auknum hjólreiðum í borgum og þeim ber einnig saman um að lög um hjálmaskyldu hafi neikvæð áhrif á hjólreiðar. Reykjavíkurborg telur þar af leiðandi að uppbygging innviða fyrir hjólandi vegfarendur ásamt aukinni fræðslu muni skila öruggari samgöngum en fyrst og fremst töluvert meiri þjóðhagsfræðilegum ábata, í samanburði við að löggjöf um hjálmaskyldu verði strangari en í dag. Þá ber ekki að vanmeta öryggið í fjöldanum, þar sem þekking og skilningur á aðstæðum kemur frá ítrekaðri upplifun hvers og eins. F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri 6 Nika, A., Hendriksson, M., Anund, A., Eriksson, J., Ihlström, J., Svendberg, W., Warner, H.W., Wehtje, P. Cykling bland barn och unga - en kunskapssammanstallning. VTI rapport 958, 2017 7 Trafikverket, Cykelhjalmsanvandning i Sverige 1988-2017. 2018.