Umferðarlög

Umsögn í þingmáli 219 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 11.10.2018 Tegund þingmáls: Ökutækjatryggingar. Fjöldi umsagna við þingmál: 41 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 63 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðuneytið Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 12.04.2019 Gerð: Minnisblað
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið M i n n i s b l a ð Viðtakandi: Sendandi: Dagsetning: Málsnúmer: Umhverfís- og samgöngunefnd Alþingis Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 07.03.2019 SRN18010015 Bréfalykill: Efni: Minnisblað um létt bifhjól í flokki I Meðfylgjandi er minnisblað um létt bifhjól í flokki I, sem nefndarritari umhverfis- og samgöngunefndar óskaði eftir með tölvupósti f.h. nefndarinnar sunnudaginn 3. mars sl. I tölvupóstinum kom fram að þess væri óskað að í minnisblaðinu yrði gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda um ökutækin í dag og með hvaða hætti þær reglur taka breytingum verði frumvarp til nýrra umferðarlaga að lögum. Oskað var sérstaklega eftir upplýsingum um ástæðu þess að skráningarskyldu hjólanna var ekki framfylgt og ástæðu þess að nú standi til að afnema þá skráningarskyldu. Einnig yrði skýrt hvemig ráðuneytið sjái fyrir sér að reglum um létt bifhjól verði framfylgt verði frumvarpið að lögum. I minnisblaðinu er að flnna upplýsingar um helstu reglur sem um ökutækin gilda en ekki er um tæmandi talningu reglna að ræða. Umferðarlög nr. 50/1987 Skilgreining Samkvæmt 2. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sem hefur að geyma skilgreiningar á ýmsum hugtökum umferðarlaga, er létt bifhjól skilgreint sem vélknúið ökutæki á tveimur eða þremur hjólum sem er ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km á klst. og er með sprengirými sem er ekki yfír 50 sm3 sé það búið brunahreyfli eða samfellt hámarksafl sem er ekki yfir 4 kw sé það búið rafhreyfli. Létt bifhjól greinast svo í annars vegar létt biíhjól í flokki I sem er ekki hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst. og hins vegar létt bifhjól í flokki II sem er hannað til hraðari aksturs en 25 km á klst. en ekki til hraðari aksturs en 45 km á klst. Þá segir að ákvæði laganna um bifhjól eigi einnig við um létt bifhjól nema annað sé tekið fram. Sérstakar reglur Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. umferðarlaga má eigi aka léttum bifhjólum í flokki I samsíða. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar er heimilt að aka léttu bifhjóli í flokki I á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg, enda valdi það ekki hættu eða óþægindum eða veghaldari hefur ekki lagt við því bann. E f hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er þó einungis heimilt að aka á hjólastígnum. Ökumanni á gangstétt eða gangstíg er skylt að víkja fyrir gangandi vegfarendum. Ef ökumaður á léttu bifhjóli í flokki I á gangstétt þverar akbraut skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða. Samkvæmt 4. mgr. 41. gr. er óheimilt að flytja farþega á léttu bifhjóli nema ökumaður hafi náð 20 ára aldri og bifhjólið sé til þess ætlað. I 55. gr. umferðarlaga er fjallað um stjómendur dráttarvéla, vinnuvéla, léttra bifhjóla og torfærutækja. í 3. mgr. greinarinnar segir að enginn sem er yngri en 13 ára megi stjóma léttu bifhjóli í flokki I. Samkvæmt 3. mgr. 62. gr. umferðarlaga má eigi tengja eftirvagn eða tengitæki við létt bifhjól. Samkvæmt 4. mgr. sömu greinar má eigi tengja hliðarvagn við létt bifhjól. Samkvæmt 72. gr. umferðarlaga skal hver sá sem er á bifhjóli eða torfærutæki sem er á ferð nota viðurkenndan hlífðarhjálm ætlaðan til slíkra nota. I 88.-90. gr. gr. umferðarlaga er íjallað um grundvöll ábyrgðar og bótaskyldu vegna tjóns sem hlýst af notkun skráningarskylds vélknúins ökutækis eða drætti slíks ökutækis. Samkvæmt 90. gr. a. gilda ákvæði 88. - 90. gr. laganna ekki um létt bifhjól í flokki I. I 91. — 94. gr. umferðarlaga er fjallað um vátryggingarskyldu skráningarskyldra vélknúinna ökutækja. Samkvæmt 94. gr. c. laganna eru létt bifhjól í flokki I undanþegin vátryggingarskyldu skv. 91 - 94. gr- Frumvarp til umferðarlaga Skilgreining Létt bifhjól er skilgreint í 27. tl. 3. gr. frumvarps til umferðarlaga á sambærilegan hátt og samkvæmt gildandi umferðarlögum. Sérstakar reghir Samkvæmt 4. mgr. 37. gr. frumvarpsins er umferð gangandi, hjólandi og léttra bifhjóla í flokki I ekki heimil þar sem hámarkshraði hefur verið ákveðinn hærri en 90 km á klst., enda séu gangstéttir, göngustígar, hjólastígar eða aðrar leiðir til staðar. Samkvæmt 3. mgr. 45. gr. frumvarpsins er líkt og skv. gildandi lögum gert ráð fyrir að óheimilt sé að flytja farþega á léttu biflijóli nema ökumaður sé 20 ára eða eldri og bifhjólið sé til þess ætlað. Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. frumvarpins má eigi aka léttum bifhjólum í flokki I samsíða. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar er heimilt að aka léttu bifhjóli í flokki I á hjólastíg, hjólarein, gangstétt, gangbraut, göngustíg og göngugötu, enda valdi það ekki hættu eða óþægindum eða veghaldari hefur ekki lagt við því bann. E f hjólastígur er samhliða göngustíg er þó einungis heimilt að aka á hjólastígnum. Ökumaður á gangstétt, gangbraut, göngustíg eða göngugötu skal víkja fýrir gangandi vegfarendum. Hann skal gæta ítrustu varkámi og ekki aka hraðar en svo að hann geti vikið úr vegi fýrir gangandi vegfarendum sem eiga leið um. Hann skal gefa hljóðmerki þegar hann nálgast gangandi vegfarendur ef ætla má að þeir verði hans ekki varir. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal ökumaður á léttu bifhjóli í flokki I á gangstétt sem þverar akbraut gæta að því að aka eigi hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða. Sama á við um ökumann á léttu bifhjóli í flokki I sem þverar akbraut á gangbraut. Samkvæmt 4. mgr. 62. gr. frumvarpsins sem fjallar um stjómendur dráttarvéla, vinnuvéla, léttra bifhjóla og torfærutækja má, líkt og skv. gildandi lögum, enginn sem er yngri en 13 ára stjóma léttu bifhjóli í flokki I. Samkvæmt 78. gr. frumvarpsins skal óvarinn vegfarandi sem er á ferð á bifhjóli eða torfærutæki nota viðurkenndan hlífðarhjálm ætlaðan til slíkra nota, líkt og skv. gildandi lögum. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að ákvæði laga um fébætur og vátryggingu falli brott en ljámiála- og efnahagsráðherra hefur lagt ffam frumvarp til laga um ökutækjatryggingar. Skráningarskylda léttra bifhjóla í flokki I Samgöngustofa, stjórnsýslustofnun samgöngumála annast skráningu ökutækja í ökutækjaskrá skv. 1. mgr. 7. gr. laga um Samgöngustofu, stjómsýslustofnun samgöngumála nr. 119/2012 og stofnunin heldur ökutækjaskrá og annast aðra umsýslu varðandi skráningu ökutækja, gerð þcirra og búnað skv. 1. mgr. 4. gr. reglugerðar um skráningu ökutækja nr. 751/2013. Arið 2015 voru gerðar breytingar á umferðarlögum með lögum nr. 13/2015 sem tóku meðal annars til léttra bifhjóla í flokki I. Þegar frumvarp til breytingarlaganna var lagt firam á Alþingi gerði frumvarpið m.a. ráð fyrir því að létt bifhjól í flokki I yrðu gerð skráningarskyld, ákvæði laganna um fébætur og vátryggingu myndu gilda um þau, vátryggingarskylda myndi hvíla á þeim og þau yrðu skoðunarskyld. í meðförum þingsins voru ákvæði um skoðunarskyldu og vátryggingarskyldu léttra bifhjóla í flokki I felld brott en skráningarskyldan ekki. í minnisblaði Samgöngustofu til ráðuneytisins dags. 27. júlí 2016 kemur fram að mat stofnunarinnar er að helstu þættir frumvarpsins sem skipta máli að því er skráningarskyldu varðar, hafi verið felldir brott úr frumvarpi til breytingarlaganna í meðförum þingsins. Þannig sé vandséð hvaða tilgangi skráningarskylda eigi að þjóna en að mati stofnunarinnar er skráningarskylda ein og sér ekki til þess fallin að auka umferðaröiyggi. Samgöngustofa hefur því frestað framkvæmd á skráningu á léttum bifhjólum í flokki I þar sem óljóst sé hvemig eigi að framkvæma slíka skráningu og hvað slík skráning eigi að tryggja þar sem ekki sé fyrir hendi skoðunar- eða vátryggingarskylda. Stofnunin telur farsælast að annaðhvort verði létt bifhjól í flokki I undanþegin skráningarskyldu, eða að þau lúti sömu reglum og önnur skráningarskyld ökutæki með tilliti til m.a. skoðunar- og vátryggingarskyldu. Það fylgir því vinna og kostnaður að virkja skráningarskyldu léttra bifhjóla í flokki I og að mati ráðuneytisins er ekki auðséð hver tilgangur þess ætti að vera eða hvaða ávinningur fælist í því, að því gefnu að skráningarskyldu fylgi hvorki skoðunarskylda né vátryggingarskylda. Framfylgd reglna skv. frumvarpi til umferðarlaga um létt bifhjól í flokki I Ráðuneytið sér fyrir sér að reglum um létt bifhjól í flokki I verði framfylgt á sambærilegan hátt og öðrum ákvæðum umferðarlaga er framfylgt. Þannig verði reglunum fyrst og firemst framfylgt með eftirliti lögreglu og fræðslu. Rétt er að vekja athygli á því að til er færanlegur búnaður gerir eftirlitsaðilum kleift að mæla hámarkshraða bifhjóla á einfaldan hátt og skera þannig úr um hvort um sé að ræða létt bifhjól í flokki II án skráningarmerkis. Lögreglan í Danmörku notast við slíkan búnað (tacho tester) í umferðarefitirliti þar í landi. Tryggingar og bótaábyrgð Gildandi umferðarlög nr. 50/1987 Samkvæmt gildandi umferðarlögum er engin skylda til að tryggja létt bifhjól í flokki I og ákvæði laganna um grundvöll bótaábyrgðar og bótaskyldu gilda ekki um ökutækin. Frumvarp til laga um ökutœkjatryggingar Samkvæmt 7. gr. frumvarps til laga um ökutækjatryggingar er gert ráð fyrir að reglur frumvarpsins um grundvöll ábyrgðar og ábyrgð gildi ekki um létt bifhjól í flokki I. Samkvæmt 11. gr. frumvarps til laga um ökutækjatryggingar sem lagt hefur verið fram af fjármála- og efnahagsráðherra er gert ráð fyrir því að létt bifhjól í flokki I verði undanþegin vátryggingarskyldu. Breytingar frá gildandi lögum 23. gr. Sett er inn regla um að lágmarks hliðarbil, þegar ekið er fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli, skuli vera 1,5 metri. 23. gr. Léttum bifhjólum er veitt heimild til að aka hægra megin ffam úr öðrum ökutækjum en reiðhjólum og léttum bifhjólum, nema ökutæki á undan beygi til hægri eða undirbúi greinilega hægri beygju. Samkvæmt gildandi lögum einskorðast þessi heimild við reiðhjól og akstur fram úr öðrum ökutækjum en reiðhjólum. 26. gr. Léttum bifhjólum í flokki I er veittur samskonar forgangur og hjólreiðamönnum á vegamótum. 37. gr. Umferð gangandi, hjólandi og léttra bifhjóla í flokki I er gerð óheimil þar sem hámarkshraði hefur verið ákveðinn hærri en 90 km á klst., enda séu gangstéttir, göngustígar, hjólastígar eða aðrar leiðir til staðar. 46. gr. Settar eru auknar varúðarskyldur á ökumenn léttra bifhjóla í flokki I gagnvart gangandi vegfarendum þegar ekið er á gangstétt, göngustíg, gangbraut eða á göngugötu. 46. gr. Auk reglunnar sem fínna má í núgildandi lögum um að ökumaður á léttu bifhjóli í flokki I á gangstétt sem þverar akbraut megi ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða, er sett sambærileg regla um ökumann létts bifhjóls í flokki I sem þverar akbraut á gangbraut. 72. gr. Felld er brott skráningarskylda léttra bifhjóla í flokki I sem aldrei hefur verið virkjuð. Samkvæmt framangreindu er ljóst að ekki er um mjög veigamiklar breytingar að ræða á reglum sem gilda um létt bifhjól í flokki I, en skoðanir eru mjög skiptar á því hvaða reglur eigi að gilda um notkun léttra bifhjóla í flokki I, aldurstakmörk, kröfu um kunnáttu í akstri slíkja ökutækja, tryggingarskyldu o.fl. Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir ráð fyrir að aldurstakmark ökumanna léttra bifhjóla í flokki I verði áfiram 13 ár, ekki verði gerð krafa um námskeið eða sérstök ökuréttindi, ekki verður gerð krafa um vátryggingar eða sett á skoðanaskylda, létt bifhjól í flokki I verða undanþegin skráningarskyldu í samræmi við framkvæmd í dag. Afram verður heimilt að aka léttum bifhjólum í flokki f á akbrautum, hjólastígum og göngustígum, þó með ákveðnum auknum varúðarskyldum að því er varðar göngustíga. Áfram verður óheimilt að flytja farþega á léttu bifhjóli í flokki I nema ökumaður hafi náð 20 ára aldri og ökutækið sé til þess ætlað. Reglur á hinum norðurlöndunum Á hinum norðurlöndunum gilda almennt strangari reglur um létt bifhól í flokki I. Flér ber að líta stutt yfírlit yfír helstu reglur sem gilda um ökutækin á norðurlöndunum en ekki er um tæmandi talningu reglna að ræða. Reglur í Danmörku I Danmörku má enginn keyra létt bifhjól í flokki I nema vera orðinn 15 ára og hafa ökuskírteini til þess eða til að aka léttu bifhjóli í flokki II eða bifhjóli eða bifreið. Þó er á þessu undantekning að því er varðar þá sem urðu 18 ára fyrir 19. janúar 2013, þeir einstaklingar þurfa ekki ökuskírteini til að stjóma léttu bifhjóli í flokki I. Ökuskírteini til að aka léttu bifhjóli í flokki I má veita þeim sem náð hefur tilskildum aldri, hefur hlotið verklega og bóklega kennslu og staðist bóklegt og verklegt próf. Þó má veita þeim slíkt ökuskírteini sem aðeins hefur staðist bóklegt próf ef hinn sami hefur náð 18 ára aldri. Þá er fýrirtækjum sem selja, leigja eða sinna viðgerðum á léttum bifhjólum ekki heimilt að selja, leigja eða afhenda létt bifhjól til einstaklinga sem ekki hafa náð 16 ára aldri, nema með skriflegu samþykki foreldra. Rétt er að geta þess að létt bifhjól í flokki I teljast í Danmörku vera þau bifhjól sem ná ekki hærri hámarkshraða en 30 km á klst. Óheimilt er að aka með farþega á tveggja hjóla léttu bifhjóli. Á léttum bifhjólum í flokki I hvílir skráningarskylda og vátryggingarskylda. Reglur í Noregi I Noregi er ekki greint á milli léttra bifhjóla í flokki I og léttra bifhjóla í flokki II heldur er aðeins um einn flokk að ræða. Enginn má keyra létt bifhjól nema vera orðinn 16 ára og hafa til þess ökuskírteini eða til þess að aka biflhjóli eða bifreið. E f um er að ræða þriggja eða fjögurra hjóla létt bifhjól sem er þyngri en 150 kg er aldurstakmarkið þó 18 ár. Oheimilt er að aka með farþega á tveggja hjóla léttu bifhjóli. Á léttum bifhjólum hvílir skráningarskylda og vátryggingarskylda. Reglur í Svíþjóð í Svíþjóð eru létt bifhjól í flokki II þau sem ekki ná hærri hámarkshraða en 25 km á klst. en létt bifhjól í flokki I þau sem ekki ná hærri hámarkshraða en 45 km á klst. Þannig eru númer flokkanna öfug við það sem tíðkast hér á landi. Enginn má keyra létt bifhjól í flokki II nema vera orðinn 15 ára og hafa ökuskírteini til þess eða til að aka léttu bifhjóli í flokki I eða bifhjóli eða bifreið eða dráttarvél. Á þessu er þó undantekning að því er varðar þá sem urðu 15 ára fyrir 1. október 2009, þeir einstaklingar þurfa ekki ökuskírteini til að stjóma léttum bifhjólum í flokki II. Ekki hvílir skráningarskylda á léttum bifhjólum í flokki II en á þeirn hvílir vátryggingarskylda.