Húsnæðisbætur

Umsögn í þingmáli 140 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 09.10.2018 Tegund þingmáls: Húsaleigubætur. Fjöldi umsagna við þingmál: 8 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 102 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Hagsmuna­samtök heimilanna Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 13.06.2019 Gerð: Umsögn
Umsögn um 140. mál á 149. löggjafarþingi Nefndasvið Alþingis Austurstræti 8-10 150 Reykjavík 13. júní 2019 Efni: Umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um 140. mál á 149. löggjafarþingi Húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólks) Með frumvarpi þessu er lagt til réttur fatlaðs fólks og námsmanna til húsnæðisbóta verði rýmkaður, þannig að hann nái til leigu í samnýttu húsnæði óháð tegund þess húsnæðis. Afstaða Hagsmunasamtaka heimilanna til húsnæðisbóta er sú að almennt séu þær óæskilegar þar sem hverskonar niðurgreiðslur hafa tilhneigingu til að hamla eðlilegri verðmyndun og eru fremur til þess fallnar að viðhalda hærra verði en ella. Húsnæðisbætur eru fjármagnaðar af almenningi sjálfum með skattgreiðslum og því getur enginn þjóðhagslegur ávinningur orðið af þeim á heildina litið. Slíku markmiði er aðeins hægt að ná með því að lækka sjálfan húsnæðiskostnaðinn. Á hinn bóginn er ljóst að opinber húsnæðisstuðningur, svo sem í formi húsnæðisbóta, getur verið nauðsynlegur fyrir ákveðna hópa sem án hans gætu ekki staðið undir húsnæðiskostnaði, til dæmis vegna lágra ráðstöfunartekna eða sérstakra félagslegra aðstæðna. Þetta getur meðal annars átt við um einmitt þá hópa sem frumvarpi þessu er ætlað að ná til þ.e. fatlaðs fólks og námsmanna sem ekki geta nýtt sér þau búsetuúrræði sem gert er ráð fyrir í núgildandi lögum um húsnæðisbætur. Af þeirri ástæðu eru Hagsmunasamtök heimilanna fylgjandi því að frumvarpið verði samþykkt. Samband íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóður hafa í umsögnum sínum um frumvarp þetta gert athugasemdir um að leggja þurfi mat á kostnað við þá rýmkun húsnæðisbóta sem lög er til. Þar sem um er að ræða þingmannafrumvarp fylgir slíkt kostnaðarmat ekki með því. Af þessu tilefni má vekja athygli á þeim möguleika að óska slíkra upplýsinga með fyrirspurn til ráðherra, eða eftir atvikum með beiðni níu þingmanna um skýrslu, samkvæmt ákvæðum laga um þingsköp. - o - Virðingarfyllst, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, i&viiur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formadur@heimilin.is Guðmundur Ásgeirsson, erindreki@heimilin.is Hagsmunasamtök heimilanna • Ármúla 5 • 108 Reykjavík • kt. 520209-2120 • heimilin@heimilin.is • www.heimilin.is http://www.althingi.is/ http://www.heimilin.is/ https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=140 http://www.heimilin.is/ mailto:formadur@heimilin.is mailto:erindreki@heimilin.is mailto:heimilin@heimilin.is http://www.heimilin.is