Sálfræði­þjónusta í fangelsum

Umsögn í þingmáli 137 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 24.09.2018 Tegund þingmáls: Þingsályktunartillaga Fjöldi umsagna við þingmál: 5 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 29 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Sálfræðinga­félag Íslands Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 04.09.2019 Gerð: Athugasemd
Sálfræðingafélag íslands (ICELANDIC PSYCHOLOGICAL ASSOCIATION) Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis Reykjavík 4. september 2019 Efni: Athugasemdir Sálfræðingafélags Íslands (SÍ) vegna athugasemda Geðlæknafélags Íslands (GÍ) frá 5.3.2019, um sálfræðiþjónustu í fangelsum, 137. mál. Sí gerir athugasemdir við greinargerð Geðlæknafélags Íslands í heild sinni. Þar eru reifaðar hugmyndir um heildstæða geðheilbrigðisþjónustu við fanga en í raun er um að ræða þingmál um aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu í fangelsum. Í athugasemdum GÍ kemur einnig fram í 3ja kafla greinargerðar að: " Við leggjum til að mynduð verði teymi, leidd af teymisstjóra sem er fagaðli (yfirlæknir og sérfræðingur í geðlækningum) með læknum úr heilsugæslunni, geðlæknum, hjúkrunarfræðingum og geðhjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og félagsráðgjöfum. Stærstur hluti þjónustunnar ætti að vera íhöndum geðhjúkrunarfræðinga með reynslu í sálfræðilegum meðferðum (þ.m.t. áfallameðferð með EMDR). Mestu skiptir þó að geðheilbrigðisþjónustan sé rekin eins og hver önnur heilbrigðisþjónusta en ekki skilin frá henni. Í umsögn GÍ kemur einnig sterkt fram að ákveðnar heilbrigðisstéttir eigi að sinna ákveðnum stöðum í þessari þjónustu. Furðar SÍ sig á því að GÍ taki sérstaklega fram að geðhjúkrunarfræðingar ættu að sinna sálfræðimeðferð og nefna dæmi um geðhjúkrunarfræðinga sem hafa reynslu af EMDR meðferð við áföllum. Þar virðist GÍ mæla með að horft sé fram hjá heilli stétt sem hefur það að markmiði að vinna sálfræðimeðferð. Vill SÍ árétta að mikilvægt er að velja fagfólk til starfa sem er hæfast hverju sinni, þ.e. hafi bestu menntunina, reynsluna og þekkinguna fyrir hvert verkefni. Menntun sálfræðinga er byggð upp til að geta sinnt sálfræðimeðferð. Að baki liggur 5 ára háskólanám, m.a. um geðraskanir og sálfræðimeðferðir. Flestir sálfræðingar sem sinna áfallameðferð hafa hlotið sérstaka þjálfun og handleiðslu í að veita gagnreyndar meðferðir við afleiðingum áfalla. Sálfræðingar eru stétt sem getur á grundvelli menntunar sinnar unnið að kortlagningu vanda skjólstæðinga, unnið inngrip við vanda þeirra í formi sálfræðimeðferðar og metið árangur meðferðar. Það er okkar sérhæfing og teljum það fráleitt að vera ekki í fremstu röð heilbrigðisstarfsmanna sem sinna sálfræðimeðferð. Tryggvi Ingason Formaður Sálfræðingafélag Íslands - Borgartúni 6 - 105 Reykjavík - s 595 5190 / 659 2636 - www.sal.is sal@sal.is http://www.sal.is/ mailto:sal@sal.is