Barnaverndarlög

Umsögn í þingmáli 126 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 20.09.2018 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 14 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 71 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 13.06.2019 Gerð: Umsögn
Alþingi b.t. velferðarnefndar Kirkjustræti 101 Reykjavík Mosfellsbæ, 13. júní 2019 Erindi 201905234/- uvi Efni: Frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni),126 mál. Frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum nr. 80/2002 (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni),126 mál barst undirritaðri til umsagnar með pósti 17. maí 2019. Erindið var tekið fyrir á 282. fundi fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar 21. maí 2019 þar var bókað: Nefndin mælir ekki með þessari breytingu á lögunum og samþykkir með fimm atkvæðum að fela starfsmönnum að veita umsögn um frumvarpið í samræmi við umfjöllun fundarins. Samkvæmt ákvæðum VIII. kafla barnalaga nr. 76/2003 fara sýslumannsembætti landsins með mál sem varða rétt barna til umgengni við foreldri og viðbrögð við tálmun forsjáraðila á umgengnisrétti barns. Mikilvægt er að tryggja að sýslumannsembætti landsins hafi yfir að ráða fjármagni sem gerir þeim kleift að framfylgja ákvæðum laganna svo sem með því að veita sérfræðiráðgjöf í samræmi við 33. gr. Mikilvægt er að ráðgjöfin sé veitt á fyrstu stigum málsmeðferðar og í þeim mæli sem nauðsynleg er. Þjónusta sem tryggir ekki fyrrgreint dregur úr möguleikum þess að sætta sjónarmið foreldri, með afleiðingum sem bitna fyrst og fremst á barninu. Slíkt er ekki í samræmi við stefnu málaflokksins undanfarin ár að leggja aukna áherslu á samstarf og samvinnu foreldra. Eins og fram kemur í umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu dags. 29. maí 2017 við fyrri meðferð málsins þá verður ekki séð að það sé til hægðarauka að hafa sömu hegðun til skoðunar hjá fleiri en einu stjórnvaldi á sama tíma, hjá sýslumönnum annars vegar og barnaverndarnefndum/lögreglu/ákæruvaldinu hins vegar. Slíkt býður upp á að mál séu tilkynnt til barnaverndarnefnda áður en reynt hefur verið á úrræði barnalaga. Takmörkuð sérfræðiráðgjöf sýslumannsembætta í dag leiðir því miður of oft til þess að forsjáraðilar grípa til þess ráðs með þeim afleiðingum að aukin spenna myndast í samskiptum aðilanna sem oft á tíðum torveldar að lausn náist. Tálmun á umgengni og takmarkanir barns til umgengni við foreldri samræmist ekki ákvæði 1. gr. a) barnalaga nr. 76/2003 og 7. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar er það álitamál hvort það þjóni hagsmunum barns að foreldri sem barnið býr hjá sé hneppt í fangelsi í allt að fimm ár vegna tálmana eða takmörkunar á umgengni við hitt foreldrið. Stöðugleika og öryggi barns er með slíkum aðgerðum raskað verulega þar sem búseta, félasleg- og tilfinningaleg tengsl eru rofin og samvistir barns við foreldrið takmarkast við heimsóknir í fangelsi. Fangelsisvist annars foreldris er ekki líkleg til að stuðla að samstarfi þess við hitt foreldrið. Auk þess sem líkur benda til þess að frásögn barns af aðstæðum og hegðun foreldra muni hafa áhrif á það hvort foreldri verði látið sæta fangelsisvist eða ekki, nokkuð sem ekki er boðlegt barni. Virðingarfyllst, Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Þverholti 2 I 270 Mosfellsbaer I Sími 525 6700 I www.mos.is I viröing I jákvaeðni I framsækni I umhyggja M O S F E L L S B Æ R http://www.mos.is