Barnaverndarlög

Umsögn í þingmáli 126 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 20.09.2018 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 14 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 71 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Félag um foreldrajafnrétti Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 05.06.2019 Gerð: Umsögn
t ÉLAfi U H POK ILD R U U N R ÍirTI Velferðarnefnd Alþingis nefndasvid@althingi.is Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Skjal: F1906001 Hafnarfjörður, 3. júní 2019 Umsögn Barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni) 126. mál, frumvarp, 149. löggjafarþingi 2018-2019. Félag um foreldrajafnrétti lýsir yfir fullum stuðningi við frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni) í máli nr. 126. Með þessari breytingu á barnaverndarlögum verði ólögmæt tálmun eða takmörkun á umgengni gerð að barnaverndarmáli eins og annað ofbeldi sem börn verða fyrir af hálfu umsjáraðila sinna. Félagið vísar í fyrri umsögn við sama mál þegar það var flutt á 146. Löggjafarþingi: https://www.althingi.is/altext/erindi/146/146-1508.pdf Þá vill félagið benda á að Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO hefur nú, 25. maí 2019, samþykkt 11. útgáfu á alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma (e. International classification of diseases ICD-11) þar sem foreldraútilokun hefur flokkunarkóðann: QE52.0 Caregiver-child relationship problem. Þegar leitað er að "parental alienation" í flokkunarkerfi WHO vísar það á QE52.0 sem verulegt vandamál sem hefur neikvæð áhrif á heilsu barns. Foreldraútilokun (parental alienation) getur átt sér stað með eða án tálmunar á umgengni og jafnvel þegar foreldrar búa saman. Þegar tálmun á umgengni á sér stað má hins vegar gera ráð fyrir því að um grófa foreldraútilokun sé að ræða. Fulltrúar Félags um foreldrajafnrétti eru ávallt reiðubúnir að mæta á fund með nefndarmönnum til nánari skýringa og umræðu. Fyrir hönd Félags um foreldrajafnrétti, Heimir Hilmarsson, formaður Félag um foreldrajafnrétti kt. 6209972779 netfang: stjorn@foreldrajafnretti.is Bls. 1 af 1 mailto:nefndasvid@althingi.is https://www.althingi.is/altext/erindi/146/146-1508.pdf https://www.who.int/news-room/detail/25-05-2019-world-health-assembly-update https://www.who.int/classifications/icd/en/ https://icd.who.int/browse11/l-m/en%23/http://id.who.int/icd/entity/547677013 mailto:stjorn@foreldrajafnretti.is