Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Umsögn í þingmáli 120 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 09.10.2018 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 1 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 17 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Landssamtök lífeyrissjóða Viðtakandi: Efna­hags- og við­skipta­nefnd Dagsetning: 17.05.2019 Gerð: Umsögn
Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd IP LANDSSAMTÖK LÍFEYRISSJÓÐA Reykjavík, 17. maí 2019 Efni: Umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða , nr. 129/1997 (jafnréttisstefna lífeyrissjóða), 120. mál. Með tölvupósti frá nefndasviði Alþingis, þann 9. maí slv barst Landssamtökum lífeyrissjóða (LL) ofangreint mál til umsagnar. Málið er nú endurflutt þar sem það var upphaflega lagt fram á 148. löggjafarþingi (23. mál) en hlaut ekki afgreiðslu. LL fengu á þeim tíma færi til að skila inn umsögn um málið, sbr. hjálagða umsögn dags. 26. febrúar 2018 og vísast til hennar. Virðingarfyllst, f.h. Landssamtaka lífeyrissjóða ^UDRÚNAPTÚN 1 • 105 REYKJAVÍK • 563 6^50 • Kt. 45019 9 -2 0 69 • L L 0 L L . I S • L ÍFEYRISMÁL.IS LANDSSAMTÖK LÍFEYRISSJÓÐA Nefndasvið Alþingis Efnahags- og viðskiptanefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 26. febrúar 2018 Efni: Umsögn Landssamtaka lífeyrlssjóða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða , nr. 129/1997 (jafnréttisstefna lífeyrissjóða), 23. mál. Með tölvupósti frá nefndasviði Alþingis, þann 7. febrúar sl., var Landssamtökum lífeyrissjóða (LL) sent til umsagnar ofangreint mál sem kveður á um að lífeyrissjóðir skuli setja sér jafnréttisstefnu er nái til fjárfestinga sjóðsins og að í skýrslu stjórnar skuli tilgreind framkvæmd stefnunnar. Mikil og hröð þróun hefur að undanförnu átt sér stað í þá átt að krefjast þess að fjárfest sé með ábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi. Lífeyrissjóðir eru langtíma fjárfestar sem taka við iðgjöldum frá almenningi (sjóðfélögum), ávaxta þau og greiða út lífeyri. Lifeyrissjóðir fara því með viðamikla fjárhagslega hagsmuni sjóðfélaga sinna til langs tíma. í því Ijósi er sjálfsagt og eðlilegt að ríkar kröfur séu gerðar til þeirra m.a. um samfélagslega ábyrgð sem fjárfesta. Á þessum grunni var, við nýlega endurskoðun á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða, sett ákvæði um að lífeyrissjóðum beri að setja sér siðferðileg viðmið í fjárfestingum, sbr. 5. tl. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 129/1997, sbr. J. tl. 4. gr. laga nr. 113/2016. Hvað felst í siðferðilegum viðmiðum er afar matskennt og hefur helst verið litið til þess að átt sé við það að lífeyrissjóðir skuli setja sér stefnu í ábyrgum fjárfestingum og er þá almennt litið til þriggja flokka, það er umhverfi, samfélags og stjórnarhátta (environment, social and governance (ESG)). Jafnréttismálin falla þarna undir en þar má tilgreina fleiri þætti s.s. loftlagsmál, vatnsgæði, nýtingu orkuauðlinda, endurvinnslu og heilsufarstengd málefni. Almennt ber að gjalda varhug við að binda hendur fjárfesta við að móta siðferðileg viðmið enda mikilvægt að svigrúm sé til staðar við þróun á siðferðilegu gildismati. Varðandi jafnrétti kynjanna hefur lengi verið þörf á sérstökum áherslum og er hér á landi lögbundin skylda að líta til jafnréttissjónarmiða, sbr. sérstök lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Eru þau lög sett með það að markmiði að viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir það virðist raunin vera sú að konum hefur ekki fjölgað sem skyldi í stjórnunarstöðum innan fjármálageirans eins og rakið er í greinargerð með frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar. í þessu Ijósi má vel vera að þörf sé á að setja jafnréttismál skör ofar öðrum siðferðilegum viðmiðum og setja sérstök ákvæði í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sem skyldar lífeyrissjóði til að setja sér jafnréttisstefnu er nái til fjárfestinga. Slík ákvæði kunna að hafa jákvæð áhrif. LL leggja þó ríka áherslu á að varhugavert er að setja sérstakar kröfur á lífeyrissjóði íþessum efnum umfram þær kröfursem gerðar eru til annarra stofnanafjárfesta. Því liggur beint við að samhliða þessu frumvarpi verði það að lögum að lögfestar verði sambærilegar kröfur til stofnanafjárfesta, a.m.k. þeirra sem teljast til eftirlitsskyldra aðila. í þessu sambandi ber að líta til almenns jafnræðis fjárfesta og þvf verður að telja eðlilega þá kröfu að lög og reglur sem um þá gildi séu sambærileg. Virðingarfyllst, f̂ h. Landssamtaka lífeyrissjóða Þórey S. Þónðarpóttir, framkvæmdastjóri 2