Verslun með áfengi og tóbak o.fl.

Umsögn í þingmáli 110 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 20.09.2018 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 15 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 21 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Fræðsla og forvarnir Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 13.06.2019 Gerð: Umsögn
Nefndarsvið Alþingis Velferðarnefnd Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Sent rafrænt á: nefndasvi d@althingi.i s Reykjavík, 13. júní 2019. Umsögn Fræðslu og forvarna (FRÆ) um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum, lögum um landlækni og lýðheilsu og lögum um fjölmiðla, með síðari breytingum (smásala áfengis),110. mál. Frumvarpið gengur gegn öllum þekktum forsendum árangursríkra áfengisvarna og markmiðum í lýðheilsu. Fræðsla og forvarnir hvetur til þess að frumvarpið verði fellt. Fræðsla og forvarnir hvetur til þess að lýðheilsusjónarmið og besta fyrirliggjandi þekking1 séu höfð að leiðarljósi við stefnumörkun sem varðar ávana- og vímuefni eins og fram kemur í Stefnu í áfengis- og vímuvörnum til ársins 20 202 og minnir á að áfengi er engin venjuleg söluvara. Heilbrigðisvandi og félagslegar afleiðingar áfengisneyslu Neysla áfengis er talin meðal stærstu áhrifaþátta heilsufarsvandamála og ótímabærra dauðsfalla í heiminum. Neysla áfengis hefur þar af leiðandi umtalsverð áhrif á samfélagið í heild vegna sjúkdómabyrði, beins og óbeins fjárhagslegs kostnaðar s.s. í heilbrigðiskerfinu, félagskerfinu og réttarkerfinu, og í formi óefnislegs tjóns eða miska. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur ítrekað bent á að sjúkdómar vegna áfengisneyslu séu verulegt vandamál. Áfengisneysla hafi mikil áhrif á dánaraldur og sé meiriháttar áhrifavaldur fjölmargra alvarlegra sjúkdóma og líkamsáverka sem unnt væri að draga úr eða koma í veg fyrir með minni neyslu.3 Áfengisneysla hefur ekki aðeins í för með sér heilsufarsleg vandamál. Samfélagsleg vandamál tengd áfengisneyslu eru ekki síður áhyggjuefni. WHO hefur auk þess vakið sérstaka athygli á því samfélagsmeini sem áfengisneysla og ölvun ungmenna er, einkum í Vestur-Evrópu.4 Mat stofnuninarrinar er að í aldurshópnum 20-30 ára megi rekja fjórðung allra dauðsfalla til neyslu áfengis. 1 Rannsóknarskýrslur um áfengismál. Samantekt Embættis landlæknis. 2 Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020. 3 Global status report on alcohol and health 2014 (World Health Organization)._______________________________________ Fræðsla og forvarnir, félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Sigtúni 42 | 105 Reykjavík | s 511 1588 | frae@forvarnir.is | www.forvarnir.is Kt.: 410793-2109 - Banki 0342 - 26 -1499 mailto:nefndasvid@althingi.is mailto:frae@forvarnir.is http://www.forvarnir.is Þá eru ótaldar afleiðingar fyrir aðra en neytandann sjálfan, bæði félagslegar og heilsufarslegar. WHO telur að gefa þurfi þeim skaða sem áfengisneysla getur haft á aðra en þann sem neytir áfengisins sérstakan gaum og leggja áherslu á að draga úr þessum óbeinu áhrifum áfengisneyslunnar, sem rannsóknir benda til að séu mjög umgangsmikil. Sem dæmi um skaðann sem aðrir geta beðið eru meiðsli, hvort tveggja af ráðnum hug t.d. ofbeldi og manndráp og slysni s.s. umferðaslys og slys á vinnustað, tjón vegna vanrækslu eða misnotkunar, eignatjón og röskun á friði og öryggi. Því meiri sem neyslan er, þeim mun umfangsmeiri er skaðinn Rannsóknir sýna að mikil tengsl eru á milli aðgengis að áfengi og neyslu þess, þ.e. að aukið aðgengi leiði til aukinnar neyslu.4 Því meiri sem neyslan er, þeim mun umfangsmeiri er skaðinn. Öll viðleitni til þess að draga úr eða lágmarka neyslu áfengis er því stuðningur við heilsu einstaklinga, hag fjölskyldna, almenna velferð og dregur úr samfélagslegum kostnaði.5 Það er því ekki að ófyrirsynju að sérfræðingar í lýðheilsu og heilbrigðismálum hvetji stjórnvöld um allan heim til þess að taka áfengisneyslu föstum tökum, skilgreini áfengisvarnir sem eitt af forgangsmálum í lýðheilsu og beiti árangursríkum aðferðum til þess að halda neyslu áfengis sem mest niðri. Einkasala ríkisins á áfengi áhrifarík og einföld leið í áfengisvörnum Einkasala ríkisins á áfengi er dæmi um einfalda leið til þess að stýra aðgengi að áfengi. Miklar líkur eru á að einkasala á áfengissölu dragi úr neyslu og tjóni sem af neyslunni getur hlotist. Þá benda niðurstöður til þess að heildarneysla áfengis aukist verði einkasölunni aflétt. Að takmarka smásölu áfengis við áfengisverslanir sem falla undir almannavald, eins og nú er hér á landi, er hagkvæmur og áhrifaríkur þáttur í áfengisforvörnum.6 M arkaðssetning eykur neyslu Markaðssetning áfengis er iðnaður á heimsvísu. Áfengi er auglýst í útvarpi, sjónvarpi og í dagblöðum auk þess eru kynningar í verslunum og á Internetinu. Við síendurteknar auglýsingar á áfengi myndast ákveðin jákvæð viðhorf til áfengis og um leið aukast líkurnar á að áfengisneysla aukist.7 Áfengisauglýsingar gera ungt fólk móttækilegt fyrir áfengi löngu áður en það hefur aldur til að kaupa það og neyta þess. Sannað þykir að áfengisauglýsingar auki og efli það viðhorf að neysla áfengis sé jákvæð, flott og hættulaus.5 Núverandi fyrirkom ulag hefur gefist vel og nýtur stuðnings almennings Núverandi fyrirkomulag hefur gefist vel, m.a. með þeim árangri að áfengisneysla Íslendinga er með því minnsta sem þekkist. Góður árangur sem náðst hefur í barna- og unglingadrykkju hefur vakið alþjóðlega athygli og aðdáun. Hann rennir gildum stoðum undir þá áfengisstefnu sem mótuð hefur verið og fylgt á Íslandi. Þessum árangri má ekki stefna í hættu. Mikill stuðningur almennings við núverandi fyrirkomulag á smásölu áfengis sem fram kemur í fjölda viðhorfskannana sem gerðar hafa verið á undanförnum mánuðum sýnir að þjóðinni er þetta ljóst. Virðingarfyllst. F.h. Fræðslu og forvama (FRÆ), f/LoU. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri 4 European action plan to reduce the harmful use o f alcohol 2012-2020. 5 Global status report on alcohol and health 2014 (World Health Organization). 6 Alconol: No Ordinary Commodity - Research and Public Policy. Babor o.fl. í endurbættri útgáfu árið 2010. íslensk samantekt. 7 Arni Einarsson (2004). Börn og unglingar, helsti markhópur áfengisauglýsinga. Áhrif, 1. tbl. 2004._________________________ Fræðsla og forvarnir, félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Sigtúni 42 | 105 Reykjavík | s 511 1588 | frae@forvarnir.is | www.forvarnir.is Kt.: 410793-2109 - Banki 0342 - 26 -1499 mailto:frae@forvarnir.is http://www.forvarnir.is