Verslun með áfengi og tóbak o.fl.

Umsögn í þingmáli 110 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 20.09.2018 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 15 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 21 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Námsbraut í tómstunda og félagsmálafræðum - Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 13.06.2019 Gerð: Umsögn
H Á S K Ó L I Í S L A N D S Umsögn Námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði (NTF) - Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda - Menntavísindasvið Háskóla Ísland. 149. löggjafarþing 2018-2019. Þingskjal 110 110. mál. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum, lögum um landlækni og lýðheilsu og lögum um fjölmiðla, með síðari breytingum (smásala áfengis). Í fjölda ára hefur verið unnið öflugt og markvisst forvarnarstarf hérlendis. Sá árangur sem náðist hefur byggir á ára- og jafnvel áratuga samstarfi þeirra aðila sem koma að uppeldi æskunnar. Foreldrasamfélagið, skólarnir, félagsmiðstöðvarnar, æskulýðsstarfið, íþróttahreyfingin og háskólasamfélagið hafa unnið hörðum höndum að velferð æskunnar og því markmiði að búa henni eins uppbygglega umgjörð og frekast er unnt. Þessi viðhorf eiga sér jafnframt stoð í opinberum markmiðum eins og stefnumótun, lögum og sáttmálum. Það frumvarp sem hér er til umfjöllunar gengur algerlega þvert á þessi markmið, þá vinnu og þann árangur sem náðst hefur og virðist engu öðru lúta en ítrustu viðskiptahagsmunum. Rannsókn Stockwell o.fl Estimating the public health impact o f disbanding a government alcohol monopoly: application of new methods to the case of Sweden (2018) gefur skýra mynd af þeim aðleiðingum sem þetta frumvarp hefði í för með sér ef af yrði, sem vonandi verður ekki því mengininntak þessa frumvarp gengur algerlega á skjön við öll helstu lýðheilsu- og forvarnarmarkmið samfélagsins eins og áður sagði. Sjá nánar hér (https://doi.org/10.1186/s12889-018-6312-x) Forsendur frumvarpsins virðist því nánast algerlega byggja á forsendum áfengisiðnaðarins og skyldra aðila, s.s. verslana og fjölmiðla, þ.e. þeirra sem hafa mikilla fjárhaglegra hagsmuna að gæta enda eftir miklu að slægast í viðskiptalegum tilgangi bæði með breytingum á sölufyrirkomulagi og ekki síður með því að heimila áfengisauglýsingar eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Auglýsingar virka og þær hafa áhrif og ekki síst á börn og ungmenni (Sjá lista yfir nokkrar rannsóknir hér að neðan). Afleiðingar af þessu frumvarpi eru ljósar og því fyllsta ástæða til þess að hafna því alfarið. Það verður að teljast nokkuð sérstakt að skeyta við þetta frumvarp í nokkur ár svipaðri upphæð og nemur einni miðlungs „léttöls" auglýsingaherferð áfengisframleiðenda í forvarnarskyni og sem einhverskonar mótvægisaðgerð vegna afleiðinga þessa frumvarps. Afleiðinga sem munu hafa margfalt meiri kostnað í för með sér sem óhjákvæmilega verður greiddur af hinu opinbera. Áhugi á forvörnum hefur verið afar takmarkaður og fjárveitingar af skornum skammti af hálfu Alþingis. Ef um raunverulegan áhuga væri að ræða af hálfu flutningsmanna þessa frumvarps þá væri óskandi að slíkt frumvarp væri sett fram eitt og sér en ekki sem skilyrði fyrir samþykkt frumvarps sem gengur algerlega í berhögg við öll markmið lýðsheilsu, forvarna og velferðar barna og ungmenna. Ársæll M Ararsson (sign) Árni Guðmundsson (sign) Eygló Rúnarsdóttir (sign) Jakob F Þorsteinsson (sign) Vanda Sigurgeirsdóttir (sign) https://doi.org/10.1186/s12889-018-6312-x Stockwell, T., Sherk, A., Norström, T. et al. BMC Public Health (2018) 18: 1400. https://doi.org/10.1186/s12889-018-6312-x Nokkur dæmi um rannsóknir um áhrif áfengisauglýsinga á börn og ungmenni. • SOCIAL MEDIA MARKETING LEADS TO MORE ALCOHOL CONSUMPTION http://eucam.info/2019/06/11/social-media-marketing- leads-to-more-alcohol-consum ption-savs-australian-studv/?fbclid=IwAR0W uM VuPLx8Pvfem dVGkPGGFx8dfnRn73F- ayZK7wtEFK8dIeZx-BOxnCc • Report on the Impact of marketing, price and availability of alcohol on young people's consumption levels. Alcohol Policy Youth Network - APYN (2011) • Does marketing communication impact on the volume and patterns of consumption of alcoholic beverages, especially by young people?. Scientific Opinion of the Science Group of the European Alcohol and Health Forum (2009) • Impact of Alcohol Advertising and Media Exposure on Adolescent Alcohol Use: A Systematic Review of Longitudinal Studies. A nderson P. de Bruijn A. Angus K. Gordon R. and Hastings G. Alcohol and Alcoholism, pp. 1- 15, 2009. • Targeting/Not Targeting Youth: Mapping exercise report. Gordon, Wilks and MacAskill (2009) Report prepared for the European Commission, DG SANCO • The effect of alcohol advertising and marketing on drinking behaviour in young people: A systematic review .Lesley A. Smith L. Foxcroft D. Alcohol Education and Research Council, November 2007 • Effects of Alcohol Advertising Exposure on Drinking Among Youth. Leslie B. Snyder et al (2006) • Exposure to Televised Alcohol Ads and Subsequent Adolescent Alcohol Use. A lan W. Stacy et al (2004). Am J Health Behav. 2004;28(6):498-509. • Does alcohol advertising promote adolescent drinking? Results from a longitudinal assessm ent. Phyllis L. Ellickson et al (2004). Addiction, 100, 235-246 https://doi.org/10.1186/s12889-018-6312-x http://eucam.info/2019/06/11/social-media-marketing-leads-to-more-alcohol-consumption-says-australian-study/?fbclid=IwAR0WuMVuPLx8PvfemdVGkPGGFx8dfnRn73F-ayZK7wtEFK8dIeZx-BOxnCc http://eucam.info/2019/06/11/social-media-marketing-leads-to-more-alcohol-consumption-says-australian-study/?fbclid=IwAR0WuMVuPLx8PvfemdVGkPGGFx8dfnRn73F-ayZK7wtEFK8dIeZx-BOxnCc http://eucam.info/2019/06/11/social-media-marketing-leads-to-more-alcohol-consumption-says-australian-study/?fbclid=IwAR0WuMVuPLx8PvfemdVGkPGGFx8dfnRn73F-ayZK7wtEFK8dIeZx-BOxnCc http://www.apyn.org/wp-content/uploads/2010/10/marketing-youth-study_apyn_31.7.111.pdf http://ec.europa.eu/health/ph_determinants/life_style/alcohol/Forum/docs/science_o01_en.pdf http://ec.europa.eu/health/ph_determinants/life_style/alcohol/Forum/docs/science_o01_en.pdf http://www.eurocare.org/resources/policy_issues/eu_alcohol_strategy/eahf http://www.eurocare.org/library/files/impact_of_alcohol_advertising_and_media_exposure_on_adolescent_alcohol_use_a_systematic_review_of_longitudinal_studies http://www.eurocare.org/library/files/impact_of_alcohol_advertising_and_media_exposure_on_adolescent_alcohol_use_a_systematic_review_of_longitudinal_studies http://ec.europa.eu/health/archive/ph_determinants/life_style/alcohol/forum/docs/youth_en.pdf http://www.stap.nl/eucam/home/smith__foxcroft_2007.html http://archpedi.ama-assn.org/ http://www.stap.nl/eucam/home/stacy_et_al._2004.html http://www.stap.nl/eucam/home/ellickson_et_al._2005.html