Verslun með áfengi og tóbak o.fl.

Umsögn í þingmáli 110 á 149. þingi


Þingmál lagt fram: 20.09.2018 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 15 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 22 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Bindindis­samtökin IOGT Viðtakandi: Velferðar­nefnd Dagsetning: 06.06.2019 Gerð: Umsögn
Alþjóðastraumar Alþingi Velferðarnefnd Kirkjustræti 150 Reykjavík Reykjavík 5. júní 2019 Efni: Umsögn Æskunnar, barnahreyfingar IOGT á Íslandi um „frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum, lögum um landlækni og lýðheilsu og lögum um fjölmiðla, með síðari breytingum (smásala áfengis). 149. löggjafarþing 2018-2019. Þingskjal 110 — 110. mál.“[1] Æskan leggst eindregið gegn umræddu frumvarpi og telur að samþykkt þess að hluta eða allt, muni leiða til aukinnar áfengisneyslu í landinu. Það mun auka þann vanda sem neysla áfengis veldur. Áfengi er engin venjuleg neysluvara heldur lífrænt leysiefni, eitur sem er notað sem hugbreytandi vímuefni og er fíkniefni og eiturlyf. Áfengi hefur mikla sérstöðu sem lögleg vara og fráleitt að um hana þurfi eða eigi að gilda sömu viðmið og ýmsar aðrar vörur. [2] Æskan vinnur mikið með almenningi í grasrótarstarfi, þar kemur fram mikil andúð samfélagsins á frumvarpinu. Frumvarp þetta er í algerri mótsögn við heilbrigðisstefnu þessarar sem og fyrri ríkisstjórna.[3] [4] Frumvarpið vinnur gegn samþykktum Alþingis í málefnum barna, kvenna[5], jafnréttis og ofbeldis ásamt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna[6] sem er hluti íslenskra laga. Í fyrri umsögnum Æskunnar sem lesa má á vef alþingis, hafa komið fram margar traustar heimildir sem eru gefnar út á ábyrgð viðurkenndra stofnana, innlendra og alþjóðlegra um vandann sem neysla áfengis veldur. Af þeim er ljóst að vandinn vegna neyslu áfengis er gífurlegur og mikilvægt að leita allra mögulegra leiða til þess að halda honum í skefjum. Umfram allt eru þær þó staðfesting og áminning um að áfengi er engin venjuleg neysluvara og eðlilegt að um hana gildi um margt annað fyrirkomulag og reglur en ý msar aðrar vörur. Rannsókn var birt í hinu virta læknariti Lancet í haust þar sem kemur fram að áfengisneysla er leiðandi áhættuþáttur í dauða og fötlunum og yfirhöfuð tengt við neikvæð áhrif á heilsufarsástand. Hægt er að tengja áfengisneyslu við 60 bráða og langvinna sjúkdóma. Einstaka rannsóknir hafa fundið einangraða þætti jákvæða en þessi samantekt hrekur þær. Niðurstaðan er að öll áfengisneysla er skaðleg heilsunni. [7] Sterk tengsl eru milli áfengisneyslu og kynbundins ofbeldis. Í samþykktri þingsályktun [8] um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 er grein um samstarfsverkefni þriggja ráðherra um aðgerðir gegn ofbeldi. Markmið verkefnisins verði að bæta samvinnu og verklag við ofbeldisforvarnir og að styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála. Auk samvinnu milli stofnana verði rík áhersla lögð á samvinnu við frjáls félagasamtök. Að auka fræðslu- og forvarnastarf sem byggist á rannsóknum og faglegri þekkingu. Bann við áfengisauglýsingum er ein af meginstoðum forvarna og að leyfa auglýsingar kippir henni í burt. Í frumvarpinu í 2017 (146. löggjafarþing Þingskjal 165) áttu áfengissalar og -framleiðendur að setja sjálfum sér siðareglur en í löndum þar sem slíkar reglur eru, brjóta þeir eigin reglur sífellt. Í þessu nýja frumvarpi eru ýtarlegar takmarkanir á hvernig má auglýsa en hér á landi hefur sannast nú þegar, aftur og aftur að áfengisiðnaðurinn brýtur með einbeittum brotavilja landslög sem gilda um áfengisauglýsingar og hann mun líkast til halda því áfram.[9] Vísindatímaritið Addiction gaf út í janúar 2017 sérútgáfu sem fjallar um áfengisauglýsingar og kemur þar skýrt fram að áfengisauglýsingar ná sannarlega til barna og ungmenna. [10] Í mörgum áfengisauglýsingum eru konur hlutgerðar og í sumum er hreinlega ýtt undir kynbundið ofbeldi. [11] Ísland er aðili að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. [12] Ljóst er að áfengisneysla hefur neikvæð áhrif og hindrar að minnsta kosti 13 af 17 markmiðunum og 52 af 169 undirmarkmiðum. Þetta frumvarp sem yrði til þess að auka áfengisneyslu er í hrópandi ósamræmi við gildandi samþykktir þar um. [13] Alþjóðahreyfing IOGT hefur þýtt á íslensku rit um hvernig áfengi hefur áhrif á markmiðin og vinnur gegn sjálfbærniþróun í heiminum. [14] Alþingismenn hafa fengið sendann bæklinginn þýddan á íslensku sem opnar augu þeirra hve gríðarleg neikvæð áhrif áfengi hefur á samfélagið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) bendir á að áfengi er stór þáttur í ósmitnæmum sjúkdómum og hvetur allar þjóðir til að draga úr áfengisneyslu. [15] Í skýrslu velferðarráðherra um aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. [16] kemur skýrt fram „Stjómvöld beiti markvissri áfengisstefnu sem hafi það að markmiði að draga úr áfengisneyslu og ölvun og þar með ofbeldi sem tengist henni. Áhrifaríkustu forvarnirnar eru verðstýring og takmarkað aðgengi að áfengi.“ Þann 16. mars 2017 sagði Þorsteinn Víglundsson þáverandi félags og jafnréttismálaráðherra á ráðstefnu UN women í verkefninu HeForShe „We strongly encourage men and boys everywhere to become agents of change.“ Þar talaði hann um að vinna skuli að jafnrétti. Aukið aðgengi að áfengi er ekki rétta leiðin til þess samkvæmt aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar og Heimsmarkmiðunum. Aukin neysla áfengis mun alltaf bitna meira á konum hvað varðar neikvæðar afleiðingar áfengisneyslunnar. [17] Embætti Landlæknis gaf út í febrúar 2018 Talnabrunn [18] þar sem kemur fram að skaðlegt neyslumynstur sé árið 2017 hjá 40.000 körlum og 33.000 konum. Hér er mæld skaðleg neysla samkvæmt skilgreindum mælikvarða. Æ fleiri nýjar rannsóknir benda til þess að hvers kyns neysla sé skaðleg að einhverju leyti sbr. hjarta, æðarsjúkdómar og krabbamein. Hér er um að ræða í allt of mörgum tilfellum um foreldra að ræða sem ekki sinna sínum börnum sem skyldi. Æskan er barnahreyfing IOGT á Íslandi, sem er hluti af stærstu forvarnasamtökum heims. Meirihluti íbúa heimsins notar ekki áfengi, kannabis eða önnur vímuefni. Yfir 62% heimsbyggðarinnar notar ekki áfengi og er það markmið Æskunnar að draga sem mest úr neikvæðum afleiðingum neyslu áfengis og annarra vímuefna. Við teljum að áfengis og vímuvarnastefnan á hverjum tíma eigi að þjóna heildarhagsmunum samfélagsins og byggja á traustum rannsóknum. Áfengismál og önnur vímuefnamál eru veigamikill málaflokkur og mikið í húfi að stefnumörkun sem þau varðar séu byggð á niðurstöðum rannsókna og forðast ber stefnumótun sem byggist á einföldun, vanþekkingu og úrræðum sem ekki skila árangri eða vinna gegn heilsu einstaklinga og samfélags. Þess vegna á almenningur rétt á að stefna um áfengi og önnur vímuefni sé vel ígrunduð, unnin af vandvirkni og farið varlega í breytingar á aðgengi. Kostnaðurinn við að hefta aðgang að kannabis er lítill miðað við þann kostnað sem hlýst af neyslu. Áfengis og vímuefnastefna okkar er sterk og horfa mörg ríki heims til hennar sem góðrar fyrirmyndar. Ef áfengisiðnaðinum tekst að veikja hana á Íslandi mun hann nota það til að veikja forvarnir í öðrum löndum. IOGT á Íslandi hefur sent inn umsögn um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. IOGT á Íslandi hefur frá stofnun unnið að þvílíkum markmiðum og telur að stysta leiðin til að ná þeim sé að draga úr áfengisneyslu. Fyrir hönd Æskan Barnahreyfing IOGT á Íslandi Sigurbjörg Helga Sigurgeirsdóttir Formaður Aðalsteinn Gunnarsson Framkvæmdastjóri [1] https://www.althingi.is/altext/149/s70110.html [2] http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item10424/Afengi engin venjuleg.pdf [3] https://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf [4] https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-11e7-9422-005056bc530c [5] https://www.unric.org/is/frettir/27159-sameinueu-tjoeunum-ber-ae-vera-oeerum-fyrirmynd [6] http://www.barnasattmali.is/barnasattmalinn/barnasattmalinnheildartexti.html [7] https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(18)31310-2/fulltext [8] http ://www.althingi.is/altext/145/s/1640. html [9] http://www.althingi.is/lagas/146a/1998075.html [10] http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/add.v112. S1/issuetoc [11] http://www.bigalcohol.exposed/#marketing [12] https://www.unric.org/is/component/content/article/62 -j anuar-2015/26384-17-sj alfbaer-trounarmarkmie [13] http://iogt.is/wp-content/uploads/2019/05/%C3%81 fengi-og-Heimsmarkmi%C3%B0in-SDG-22-ma%C3%AD-l2019-B%C3%A6klingur.pdf [14] http://iogt.is/2019/05/23/afengi-og-heimsmarkmid-sjalfbaerrar-throunar/ [15] http://www.who.int/mediacentre/news/releases/2018/world-leaders-ncds/en/ [16] http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/1214.pdf [17] https://heforshe.is/barbershop-verkfaerakistan-kynnt-hofudstodvum-sameinudu-thjodanna/ 18] https://www. landlaeknir. is/utgefid-efni/skj al/item34462/ https://www.althingi.is/altext/149/s/0110.html http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item10424/Afengi_engin_venjuleg.pdf https://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a5aa63d9-d5b4-11e7-9422-005056bc530c https://www.unric.org/is/frettir/27159-sameinueu-tjoeunum-ber-ae-vera-oeerum-fyrirmynd http://www.barnasattmali.is/barnasattmalinn/barnasattmalinnheildartexti.html https://www.thelancet.com/journals/lancet/article/PIIS0140-6736(18)31310-2/fulltext http://www.althingi.is/altext/145/s/1640.html http://www.althingi.is/lagas/146a/1998075.html http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/add.v112.S1/issuetoc http://www.bigalcohol.exposed/%23marketing https://www.unric.org/is/component/content/article/62-januar-2015/26384-17-sjalfbaer-trounarmarkmie http://iogt.is/wp-content/uploads/2019/05/%C3%81fengi-og-Heimsmarkmi%C3%B0in-SDG-22-ma%C3%AD-l2019-B%C3%A6klingur.pdf http://iogt.is/2019/05/23/afengi-og-heimsmarkmid-sjalfbaerrar-throunar/ http://www.who.int/mediacentre/news/releases/2018/world-leaders-ncds/en/ http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/1214.pdf https://heforshe.is/barbershop-verkfaerakistan-kynnt-hofudstodvum-sameinudu-thjodanna/ https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item34462/