Kosningar til sveitarstjórna

Umsögn í þingmáli 190 á 146. þingi


Þingmál lagt fram: 22.02.2017 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 21 Fjöldi umsagnarbeiðna við þingmál: 389 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Íslenska þjóðfylkingin Viðtakandi: Alls­herjar- og mennta­mála­nefnd Dagsetning: 18.05.2017 Gerð: Umsögn
Góðan dag. Eftirfarandi vill stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar koma á framfæri vegna þessa: Íslenska þjóðfylkingin Hafnafjjörður 17.05.2017 Umsögn vegna: 146. Löggjafarþing 2016-2017 Þingskjal 261-190.mál. Íslenska þjóðfylkingin telur að viðkomandi tillaga sé ótæk, og ylla ígrunduð. Í fyrsta lagi er verið að gefa leyfi til að ólögráða börn kjósi, sem stangast á við stjórnarskrá Íslands. Þá hafa samkvæmt barnaverndalögum og lögum um sjálfræði, foreldrar eða forráða menn vald yfir börnunum og þyrfti því alþingi fyrst að breyta þeim lögum til samræmis, sem Íslenska þjóðfylkingin telur vera óráð. E f slík aldur skilgreining ætti sér stað þyrfti einnig að laga öllur lög í landinu til samræmis, eins og nýsamþykkt útlendingarlög, ýmis lagaákvæði í heilbrigðis og tryggingarmálum. Þessi gjörningur er því arfa vitlaus. Þá skal nefna það að úngmenni undir 18ára aldri eru upp til hópa ekki nógu þroskuð til að gera sér grein fyrir þeirri ábyrð sem þátttaka í koskningum til alþingis og sveita stjórna hefur. Fagurgali sá sem kemur fram í þessari þingsáliktunnartillögu um að styrkja og auka virkni ungmenna til þátttöku á hinu pólitíska sviði, er einungis skrumskæling. Hér vísa framlagningar þingmenn greinagerðum með vísan í hin ýmsu lönd sem hafa fært kosningaraldur niður í 16 ár, að vel hafi tekist til. Sýnir það best að þeir hafa ekki kynnt sér það á neinn hátt, samanber Austurríki, þar sem hávær umræða er um að hækka kosningaraldurinn aftur í 18 ár og jafnvel í 20 ár. Að kasta fram slíkum rökum án þess að kynna sér hvernig til hafi tekist er lýsandi dæmi um stjórnsýslu landsins. Þó svo að viðkomandi tillaga hafi æ ofan í æ verið lögð fram á löggjafa þingi Íslendinga og ætíð hafnað, er ljóst að viðkomandi þingmenn sem þetta leggja fram nú, með lítt ígrundaðuðum undirbúningi sem gerir þetta ótrúverðugt. Sýni menn fram á ransóknir um að ungmenni séu með þann þroska, áhuga og skinsemi til að takast á við þá ábyrð sem því fylgir að greiða atkvæði um framtíð sveita og þjóðar er hægt að skoða slík mál, en það er ekki hægt með svona óvönduðum vinnubrögðum af hendi þeirra stjórnmálamanna sem þetta leggja fram. Því leggur Íslenska þjóðfylkingin til að þessari tillögu verði hafnað að sinni. Stjórn Íslensku þjóðfylkingiarinnar.