Sveitarstjórnarlög

Umsögn í þingmáli 375 á 146. þingi


Þingmál lagt fram: 29.03.2017 Tegund þingmáls: Lagafrumvarp Fjöldi umsagna við þingmál: 4 Fjöldi umsagnabeiðna við þingmál: 109 Ferill þingmálsins á althingi.is Sendandi: Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar Viðtakandi: Umhverfis- og samgöngu­nefnd Dagsetning: 08.05.2017 Gerð: Umsögn
Reykjavík, 8. maí 2017 R17050002 175 HBL/bþ Alþingi - nefndasvið Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Efni: Umsögn forsætisnefndar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn) Með tölvubréfi frá nefndasviði Alþingis dags. 28. apríl sl. var óskað eftir umsögn Reykjavíkurborgar um 375. þingmál, frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög vegna fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Á fundi forsætisnefndar þann 5. maí sl. var svohljóðandi umsögn forsætisnefndar lögð fram og samþykkt: Í fyrri umsögn forsætisnefndar, dags. 7. mars 2016, um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 kom eftirfarandi fram: Frumvarpið kveður á um breytingu á 11. gr. sveitarstjórnarlaga, um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Í greinargerð með frumvarpinu er því haldið fram að engin ástæða sé til að löggjafinn þvingi borgaryfirvöld til fjölgunar borgarfulltrúa. Þó er augljóst að lagaákvæði í sveitarstjórnarlögum um lágmarksfjölda og hámarksfjölda fulltrúa eftir íbúafjölda sveitarfélags er einmitt almennt séð ætlað að þvinga sveitarfélög að þessu leyti og setja viðmið um fjölda kjörinna fulltrúa eftir íbúafjölda sem fulltrúarnir geta ekki breytt sjálfir. Það frumvarp sem þá var fjallað um fékk ekki frekari framgang en afstaða forsætisnefndar gagnart breytingunni er óbreytt. Í fyrra frumvarpi var lagt til nýtt viðmið fyrir sveitarfélög þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri, og varð lágmarkið þar 23 fulltrúar, en í eldri lögum gilti sama viðmið fyrir öll sveitarfélög með 50.000 eða fleiri íbúa og var lágmarkið í þeim 15 fuUtrúar. Í fyrirliggjandi frumvarpi er horfið er aftur til þessa eldra fyrirkomulags. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ekki þyki rétt í ljósi sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga að þvinga fram fjölgun fulltrúa með lögum. Skýtur sú niðurstaða skökku við í ljósi þess að forsætisnefnd sendi umsögn um frumvarp það sem lagt var fram á 139. löggjafarþingi (þingskjal 1250, 726. mál) þar sem færð voru rök fyrir því að fjölgun borgarfuUtrúa væri tímabær enda hefði fjöldi fulltrúa staðið í stað frá því að íbúar Reykjavíkur voru um 11 þúsund talsins en þeir eru nú ríflega 120 þúsund. Þá segir einnig í umsögninni: Auk þess hefur verkefnum sveitarstjórna fjölgað mjög. Þau hafa tekið að sér rekstur grunnskóla, þjónustu við fatlað fólk, frístundaþjónustu og margt fleira. Krafan um að borgarfulltrúar þjónusti borgarbúa og hafi yfirsýn yfir öll verkefni sveitarfélagsins er rík og nauðsynlegt er að aðstæður séu með þeim hætti að borgarfuUtrúar geti rækt hlutverk sitt sem skyldi. Forsætisnefnd hefur unnið að mögulegum breytingum á störfum borgarstjórnar og starfsskyldum borgarfulltrúa vegna fyrirhugaðra breytinga á fjölda borgarfuUtrúa vorið 2018 og hefur sú vinna meðal annars leitt í ljós að fjölgun borgarfulltrúa þarf ekki að hafa aukin fjárútlát í för með sér. Enda segir um 11. gr. í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 138/2011 að „Reynslan sýnir að í Reykjavík eru fleiri einstaklingar í reynd virkir sem borgarfulltrúar en þeir 15 sem kosnir eru. Almennt hafa varamenn einnig mjög ríka aðkomu að stjórn borgarinnar og skipa iðulega fundi við umræðu um málefni sem þeir þekkja vel eða hefur verið falið að kynna sér. Gera má ráð fyrir að virkir borgarfuUtrúar séu í reynd nær 30 en 15.“ Fyrir utan virka þátttöku varaborgarfúUtrúa á vettvangi borgarstjórnar er fjöldi kjörinna fulltrúa á vegum flokkanna í fagráðum borgarinnar. Því má segja að með fjölgun borgarfulltrúa sé einfaldlega verið að horfast í augu við þá staðreynd að auknum íbúafjölda og verkefnum hefur nú þegar fylgt aukinn fjöldi launaðra fulltrúa, kjörnum af borgarstjórn en ekki íbúum, þrátt fyrir að formlegur fjöldi kjörinna Mltrúa hafi ekki aukist í tæpa öld. Að uppfæra viðmið í sveitarstjórnarlögum um lágmarksfjölda og hámarksfjölda M ltrúa í takt við íbúafjölgun hlýtur að teljast eðlileg leið til að koma á slíkri fjölgun, fyrst slíkar kvaðir eru fyrir hendi á annað borð. Rétt eins og gildir um önnur slík viðmið í lögum er þeim ætlað að stýra því hvernig tekjustofnar sveitarfélaga eru nýttir og kveða þar á um ákveðnar lögbundnar skyldur. Ef ekki eru til staðar lágmarksviðmið um fjölda kjörinna fulltrúa eða þau í einhverjum tilfellum mjög lág í hlutfalli við íbúafjölda (en hið síðara átti við um Reykjavíkurborg þegar sama lágmark gilti um öll sveitarfélög með 50.000 eða fleiri íbúum) er hætt við lýðræðishalla þar sem skattstofninn er ekki nýttur í þágu fulltrúalýðræðis sem skyldi. Reynsla Reykjavíkurborgar hefur einmitt verið sú að íbúafjöldi hefur aukist verulega undanfarna áratugi og skattstofn hennar vaxið með, en fjöldi þeirra fulltrúa sem íbúar hennar fá að kjósa sér ekki aukist samhliða því. Í þeirri staðreynd einni felast rök fyrir því að eðlilegt sé að löggjöfin sé uppfærð til samræmis við íbúaþróun að þessu leyti. Í greinargerð með fyrirliggjandi frumvarpi segir að gera megi ráð fyrir að útgjöld sparist hjá Reykjavíkurborg um ótilgreinda upphæð. Hvernig sú niðurstaða fæst kemur ekki fram enda hefur frumvarpið ekki verið unnið í samráði við Reykjavíkurborg né að ósk hennar. En því er til að svara að forsætisnefnd hefur fengið fjármálaskrifstofu til að greina fyrir sig kostnað við að fjölga borgarfuUtrúum um átta. Niðurstaðan var eftirfarandi: Fjölgun borgarfulltrúa um 8 Breyting Grunnlaun á ári 56.997.111 Álag á grunnlaun (25%) 14.249.278 Launatengd gjöld (22%) 15.674.206 Annar kostnaður 5.318.400 Árlegur kostnaður við fjölgun 92.238.995 Í fljótu bragði mætti ætla að um væri að ræða þó nokkurn sparnað en þar er ekki tekið tillit til þess sem fram kom í umsögn forsætisnefndar við fyrra frumvarp; í núverandi kerfi sitja fulltrúar í ráðum og nefndum sem eru sóttir langt út fyrir raðir borgarfulltrúa. Þeir sinna sambærilegum skyldum og borgarfulltrúar en eru kjörnir af borgarstjórn en ekki borgarbúum sjálfum. Þá er árlegur kostnaður af fyrstu varaborgarfuUtrúum, en þeir eru sex talsins, sem hér segir: 1. varaborgarfulltrúar Grunnlaun 29.923.483 Álagsgreiðslur 5.485.972 Launatengd gjöld (22%) 7.790.080 Annar kostnaður 3.988.800 Árlegur kostnaður 47.188.335 Aukin verkefni sveitarfélaga og fjölgun íbúa hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hefur reynst að fela fleiri fulltrúum þessar skyldur þrátt fyrir að eiginlegur fjöldi fulltrúa hafi haldist óbreyttur. Árlegur kostnaður við þessa M ltrúa er sem hér segir:+ Aðrir kjörnir fulltrúar á föstum launum Þóknun fyrir setu í flokki I 21.972.672 Þóknun fyrir setu í flokki II 27.823.051 Þóknun fyrir setu í flokki III 14.099.131 Launatengd gjöld (22%) 14.056.868 Árlegur kostnaður 77.951.722 Af ofangreindu er ljóst að nú er tækifæri til að fjölga borgarfulltrúum með litlum kostnaði og jafnvel sparnaði, t.a.m. með lækkun álagsgreiðslna. Þá eru ótalin þau rök að það er vitanlega lýðræðislegra og gagnsærra fyrirkomulag að borgarbúar kjósi það fólk sem fengið er til setu í ráðum og nefndum borgarinnar. Forsætisnefnd hefur unnið markvisst að fjölgun borgarfulltrúa eftir gildandi lögum allt þetta kjörtímabil og furðar sig á því að undir lok þess kjósi löggjafinn einhliða að setja hlutverk hennar að þessu leyti í óvissu og hundsa með öllu fyrri umsögn hennar. Óheppilegt er að borgarstjórn yrði allt í einu falið að taka afstöðu til mögulegrar fjölgunar ^ 0^ ^ ^ ™ með litlum fyrirvara, samhliða öðru sem undirbúningi borgarfulltrúa fyrir kosningar fylgir, enda hafa borgarfulltrúar flókna og mismunandi hagsmuni af fjöldanum. Reykjavíkurborg kallar því enn eftir skýrri stefnumörkun í málinu til frambúðar en ekki óvissu um vilja löggjafans. Helga Björk Laxdal e.u. skrifstofúStjóri borgarstjórnar Hjálagt: Bókun áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 5. 5. 2017 FORSÆTISNEFND 5. m aí 2017: Bókun áheyrnarfulltrúa Sjálfstœðisflokksins um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr 138/2011 - R17050002 Áheyrnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar frumvarpi um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn enda hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skorað á Alþingi að endurskoða lagaákvæði um fjölgun borgarfulltrúa í núgildandi sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Hafa ber í huga að þótt borgarfulltrúar hafi verið 15 talsins og ekki fjölgað með fjölgun borgarbúa að þeir eru allir í fullu starfi í dag en þannig var það ekki áður. Þess vegna hafa þeir meiri yfirsýn og betri tíma til að vinna í málefnum borgarinnar en í öðrum sveitarfélögum þar sem fulltrúar í sveitarstjórnum eru í hlutastarfi. Verði frumvarpið að lögum mun borgarstjórn taka sjálf ákvörðun um hvort fjölga beri borgarfulltrúum eða ekki. Það eflir sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga að slík ákvörðun sé tekin í borgarstjórn en komi ekki sem tilskipun í lagaformi frá Alþingi.